Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. ágúst 2025 13:25 Kristján Ingi segir rannsóknina á mjög viðkvæmu stigi. Vísir/Einar Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hann segir barnið hafa greint foreldrum sínum frá kynferðisbrotinu á þriðjudag og það strax hafa komið á borð lögreglu. „Þetta upplýsist á því að barn segir foreldrum sínum og foreldrar hafa samband við lögreglu.“ Til skoðunar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum Hvort um sé að ræða stakt brot eða nokkur segist Kristján ekki geta sagt til um það á þessu stigi máls. „Það er verið að kanna hvort um fleiri brot sé að ræða og hvort mögulega fleiri börn hafi orðið fyrir þessu,“ segir Kristján Ingi. „Það er alltaf skoðað þegar brot koma almennt gegn börnum. Þá er alltaf skoðað hvort viðkomandi aðili gæti hafa brotið gegn fleiri börnum.“ Hvenær er brotið eða brotin framin? „Það sem við vitum á þessu stigi máls er að grunur kemur upp síðastliðinn þriðjudag og í kjölfarið var umræddur maður handtekinn og gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi. Maðurinn var á miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er á þrítugsaldri og samkvæmt heimildum fréttastofu játaði hann brotið við skýrslutöku hjá lögreglu. Kristján segist ekki geta greint frá hvað hefur komið fram við skýrslutökur. Rannsóknin sé alveg á frumstigi. Borgin harmar málið Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu foreldrar barna á leikskólanum bréf frá skóla- og frístundasviði borgarinnar í morgun þar sem þau voru upplýst um málið. Í yfirlýsingu til fréttastofu harmar skóla- og frístundasvið málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var brotið framið á leikskólanum Múlaborg í Ármúla.Vísir/Anton Brink Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögregla fari með rannsókn málsins og að borgin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við rannsóknina. „Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs vinnur með og veitir starfsfólki viðeigandi aðstoð. Við erum í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem koma inn með sína sérfræðiþekkingu til að styðja við börn og foreldra. Við óskum eftir að fjölmiðlar gefi fjölskyldum og starfsfólki frið og lögreglu svigrúm til að vinna að rannsókn málsins. Allar frekari upplýsingar fara í gegnum lögreglu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hann segir barnið hafa greint foreldrum sínum frá kynferðisbrotinu á þriðjudag og það strax hafa komið á borð lögreglu. „Þetta upplýsist á því að barn segir foreldrum sínum og foreldrar hafa samband við lögreglu.“ Til skoðunar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum Hvort um sé að ræða stakt brot eða nokkur segist Kristján ekki geta sagt til um það á þessu stigi máls. „Það er verið að kanna hvort um fleiri brot sé að ræða og hvort mögulega fleiri börn hafi orðið fyrir þessu,“ segir Kristján Ingi. „Það er alltaf skoðað þegar brot koma almennt gegn börnum. Þá er alltaf skoðað hvort viðkomandi aðili gæti hafa brotið gegn fleiri börnum.“ Hvenær er brotið eða brotin framin? „Það sem við vitum á þessu stigi máls er að grunur kemur upp síðastliðinn þriðjudag og í kjölfarið var umræddur maður handtekinn og gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi. Maðurinn var á miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er á þrítugsaldri og samkvæmt heimildum fréttastofu játaði hann brotið við skýrslutöku hjá lögreglu. Kristján segist ekki geta greint frá hvað hefur komið fram við skýrslutökur. Rannsóknin sé alveg á frumstigi. Borgin harmar málið Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu foreldrar barna á leikskólanum bréf frá skóla- og frístundasviði borgarinnar í morgun þar sem þau voru upplýst um málið. Í yfirlýsingu til fréttastofu harmar skóla- og frístundasvið málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var brotið framið á leikskólanum Múlaborg í Ármúla.Vísir/Anton Brink Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögregla fari með rannsókn málsins og að borgin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við rannsóknina. „Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs vinnur með og veitir starfsfólki viðeigandi aðstoð. Við erum í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem koma inn með sína sérfræðiþekkingu til að styðja við börn og foreldra. Við óskum eftir að fjölmiðlar gefi fjölskyldum og starfsfólki frið og lögreglu svigrúm til að vinna að rannsókn málsins. Allar frekari upplýsingar fara í gegnum lögreglu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira