Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 12:05 Már Wolfgang Mixa er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira