Gargaði á flokksfélaga sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2025 15:19 Cory Booker er ósáttur við flokksfélaga sína í Demókrataflokknum og sakar þá meðal annars um hugleysi. AP/Mariam Zuhaib Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi. Þingkonan Catherine Cortez Masto, sem er Demókrati frá Nevada, fór í gær fram á einróma samþykki með frumvörpum sem snúa að löggæslu í Bandaríkjunum en því mótmælti Booker harðlega. Hann steig í pontu og sakaði Cortez Masto, og aðra Demókrata, um að vera „samseka“ í einræðistilburðum Trumps. Booker sagðist standa gegn frumvarpinu vegna áhyggja um að ríkisstjórn Trumps myndi vopnvæða opinbera fjármuni sem frumvarpið ætti að deila út, með því að neita að senda peninga til ríkja þar sem Demókratar eru við stjórnvölinn. Booker sagði dómsmálaráðuneytið þegar hafa setið á fjármunum sem þingið hefði samþykkt að senda út. Það hefði hann gert varðandi ríki þar sem ráðamenn neituðu að aðstoða ríkisstjórn Trumps í því að handsama og vísa úr landi fólki sem er í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. „Þetta er vandamálið með Demókrata í Bandaríkjunum í dag,“ sagði Booker samkvæmt frétt Wall Street Journal. „Við erum viljug til að vera samsek með Donald Trump til að koma þessu frumvarpi gegnum þingið, þegar við höfum það vogarafl sem við þurfum. Hvenær ætlum við að standa í lappirnar og verja vinnu okkar, embætti okkar og stöðu okkar sem jafna grein ríkisvalds.“ Þá taldi Booker upp stofnanir og aðila sem væru þegar að lúffa fyrir Trump, eins og lögmannafyrirtæki og háskóla, og sagði að Demókratar ættu ekki að gera það einnig. Sjá einnig: Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Booker sagðist þreyttur á því að þingmenn Demókrataflokksins aðstoðuðu Trump við að brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, í stað þess að standa í hárinu á honum við hvert tækifæri. Brást reiður við skoti um skróp á fund Amy Klobuchar, Demókrati frá Minnesota, steig einnig í pontu og kom Cortez Masto til varnar. Hún benti á að Booker hefði ekki setið mikilvægan nefndarfund þar sem fjallað var um frumvörpin og ákveðið að senda þau fyrir þingið. Hún sagði að Booker gæti ekki sleppt því að mæta á fund og ákveða svo nokkrum vikum síðar að standa gegn frumvörpunum. Þá brást Booker reiður við og sagði Klobuchar að draga heillindi hans ekki í efa. Hann sagðist hafa misst af fundinum vegna þess að hann hefði verið haldinn með skömmum fyrirvara og að hann hefði verið búinn að bóka sig annað. Hann væri nú að hugsa um hagsmuni kjósenda sinna, stjórnarskrá Bandaríkjanna og hvað væri rétt. Það væri gífurlega mikið í húfi. „Mörg okkar í þessum þingflokki vilja fjandans berjast,“ sagði Booker. Eftir þinfundinn sagði Cortez Masto í yfirlýsingu til New York Times að sagði deilur sem þessar enga leið til að vinna kosningar. „Að standa í hárinu á Trump snýst ekki um langar ræður. Það snýst um að sigra og vinna vel fyrir bandarísku þjóðina.“ Óvinsælir og í erfiðri stöðu Deilurnar varpa ljósi á stóran vanda Demókrataflokksins á Trump-tímum, ef svo má segja. Repúblikanar hafa þvingað í gegnum þingið frumvörpum og fjölmörgum tilnefningum sem Demókratar eru gífurlega mótfallnir og þar að auki hafa Repúblikanar á þingi látið frá sér umfangsmikil völd sem ættu að vera á höndum þingsins, til Trumps. Wall Street Journal birti á dögunum niðurstöður nýrrar könnunar þar sem vinsældir Demókrataflokksins mældust í sögulegu lágmarki. Ef marka má könnunina hefur flokkurinn ekki verið óvinsælli í rúm þrjátíu ár. Alls sögðust 63 prósent kjósenda sjá flokkinn í neikvæðu ljósi. Einungis átta prósent sögðust sjá hann í jákvæðu ljósi. Var það þrátt fyrir að vinsældir Trumps og Repúblikana höfðu einnig dalað töluvert. Repúblikanar eru nú að leggja grunn að breytingum í öldungadeildinni, til að eiga auðveldar með að koma tilnefningum Trumps gegnum þingið fyrir sumarfrí. Í haust mun þingið svo þurfa að samþykkja fjárlög til að koma í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins. Margir Demókratar reiddust Chuch Schumer, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni, þegar hann samþykkti í vor tímabundin fjárlög til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs. Óljóst er hvað Demókratar ætla sér í haust. Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Þingkonan Catherine Cortez Masto, sem er Demókrati frá Nevada, fór í gær fram á einróma samþykki með frumvörpum sem snúa að löggæslu í Bandaríkjunum en því mótmælti Booker harðlega. Hann steig í pontu og sakaði Cortez Masto, og aðra Demókrata, um að vera „samseka“ í einræðistilburðum Trumps. Booker sagðist standa gegn frumvarpinu vegna áhyggja um að ríkisstjórn Trumps myndi vopnvæða opinbera fjármuni sem frumvarpið ætti að deila út, með því að neita að senda peninga til ríkja þar sem Demókratar eru við stjórnvölinn. Booker sagði dómsmálaráðuneytið þegar hafa setið á fjármunum sem þingið hefði samþykkt að senda út. Það hefði hann gert varðandi ríki þar sem ráðamenn neituðu að aðstoða ríkisstjórn Trumps í því að handsama og vísa úr landi fólki sem er í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. „Þetta er vandamálið með Demókrata í Bandaríkjunum í dag,“ sagði Booker samkvæmt frétt Wall Street Journal. „Við erum viljug til að vera samsek með Donald Trump til að koma þessu frumvarpi gegnum þingið, þegar við höfum það vogarafl sem við þurfum. Hvenær ætlum við að standa í lappirnar og verja vinnu okkar, embætti okkar og stöðu okkar sem jafna grein ríkisvalds.“ Þá taldi Booker upp stofnanir og aðila sem væru þegar að lúffa fyrir Trump, eins og lögmannafyrirtæki og háskóla, og sagði að Demókratar ættu ekki að gera það einnig. Sjá einnig: Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Booker sagðist þreyttur á því að þingmenn Demókrataflokksins aðstoðuðu Trump við að brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, í stað þess að standa í hárinu á honum við hvert tækifæri. Brást reiður við skoti um skróp á fund Amy Klobuchar, Demókrati frá Minnesota, steig einnig í pontu og kom Cortez Masto til varnar. Hún benti á að Booker hefði ekki setið mikilvægan nefndarfund þar sem fjallað var um frumvörpin og ákveðið að senda þau fyrir þingið. Hún sagði að Booker gæti ekki sleppt því að mæta á fund og ákveða svo nokkrum vikum síðar að standa gegn frumvörpunum. Þá brást Booker reiður við og sagði Klobuchar að draga heillindi hans ekki í efa. Hann sagðist hafa misst af fundinum vegna þess að hann hefði verið haldinn með skömmum fyrirvara og að hann hefði verið búinn að bóka sig annað. Hann væri nú að hugsa um hagsmuni kjósenda sinna, stjórnarskrá Bandaríkjanna og hvað væri rétt. Það væri gífurlega mikið í húfi. „Mörg okkar í þessum þingflokki vilja fjandans berjast,“ sagði Booker. Eftir þinfundinn sagði Cortez Masto í yfirlýsingu til New York Times að sagði deilur sem þessar enga leið til að vinna kosningar. „Að standa í hárinu á Trump snýst ekki um langar ræður. Það snýst um að sigra og vinna vel fyrir bandarísku þjóðina.“ Óvinsælir og í erfiðri stöðu Deilurnar varpa ljósi á stóran vanda Demókrataflokksins á Trump-tímum, ef svo má segja. Repúblikanar hafa þvingað í gegnum þingið frumvörpum og fjölmörgum tilnefningum sem Demókratar eru gífurlega mótfallnir og þar að auki hafa Repúblikanar á þingi látið frá sér umfangsmikil völd sem ættu að vera á höndum þingsins, til Trumps. Wall Street Journal birti á dögunum niðurstöður nýrrar könnunar þar sem vinsældir Demókrataflokksins mældust í sögulegu lágmarki. Ef marka má könnunina hefur flokkurinn ekki verið óvinsælli í rúm þrjátíu ár. Alls sögðust 63 prósent kjósenda sjá flokkinn í neikvæðu ljósi. Einungis átta prósent sögðust sjá hann í jákvæðu ljósi. Var það þrátt fyrir að vinsældir Trumps og Repúblikana höfðu einnig dalað töluvert. Repúblikanar eru nú að leggja grunn að breytingum í öldungadeildinni, til að eiga auðveldar með að koma tilnefningum Trumps gegnum þingið fyrir sumarfrí. Í haust mun þingið svo þurfa að samþykkja fjárlög til að koma í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins. Margir Demókratar reiddust Chuch Schumer, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni, þegar hann samþykkti í vor tímabundin fjárlög til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs. Óljóst er hvað Demókratar ætla sér í haust. Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira