Innlent

Krist­rún og von der Leyen í útsýnisflugi um eld­gosið

Agnar Már Másson skrifar
„Þvílíkt útsýni,“ sagði Ursula von der Leyen í morgun er hún stóð á flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík.  „Þetta er bara byrjunin,“ svaraði Kristrún Frostadóttir og svo stigu þær um borð í Tf-Eir.
„Þvílíkt útsýni,“ sagði Ursula von der Leyen í morgun er hún stóð á flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík.  „Þetta er bara byrjunin,“ svaraði Kristrún Frostadóttir og svo stigu þær um borð í Tf-Eir. Stilla/Vísir

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. 

Kristrún sem bauð von der Leyen svo um um borð í Tf-Eir, þyrlu landhelgisgæslunnar, þegar þær hittust í morgun. Þyrlan tók svo á loft og flaug í suðausturátt að Þorlákshöfn og þar hvarf vélin af flugkortum.

Kristrún faðmaði von der Leyen.Stilla/Vísir

„Þvílíkt útsýni,“ sagði von der Leyen í morgun er þær stóðu á flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

„Finnst þér þetta utsýni?“ svaraði Kristrún. „Þetta er bara byrjunin.“ Þær stigu svo upp í þyrlu gæslunnar.

Viggó Sigurðsson á bakvakt aðgerðasviðs gæslunnar segist lítið mega gefa upp um ferðir þyrlunnar af öryggisástæðum en viðurkennir að förinni sé meðal annars heitið að Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga þar sem þær munu væntanlega skoða eldgosið sem staðið hefur yfir á svæðinu síðasta sólarhring.

Ursula von der Leyen.

Von der Leyen dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Að sögn forsætisráðuneytisins var efnt til heimsóknarinnar í kjölfar fundar Kristrúnu með von der Leyen í Brussel í apríl.

Tilgangur heimsóknar framkvæmdastjórans er til að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftslagsmála.

Fáni Íslands og Evrópusambansins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×