Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 15:52 Starri var í annarri af tveimur flugvélum United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins. Fjölskyldan hans var í hinni. Björn Steinbekk/Aðsend Starri Valdimarsson var meðal farþega í annarri flugvél United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Ferðalagið til Íslands tók hann rúman einn og hálfan sólarhring. Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands. Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira
Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands.
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira