Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 14:06 Hann kom frá öðru landi með fíkniefni í töskunni. Vísir/Vilhelm Maður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsisvist fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt tæplega þrjú kíló af kókaíni til Íslands í apríl. Maðurinn játaði brotið fyrir Héraðsdómi Reykjaness en hann kom með 2.897,61 grömm af kókaíni í ferðatösku með flugi til Keflavíkurflugvallar og afhenti þau síðar öðrum manni sem einnig var ákærður fyrir brotið. Kókaínið var af 82-85 prósenta styrkleika og ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Nafn mannsins, þjóðerni eða aldur koma ekki fram í dómnum sem birtur var á vef héraðsdóms. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn neitaði þó sök um að hafa gert það „í félagi“ við hinn manninn, sem hann þekkti hvorki haus né sporð á og sagðist ekki hafa vitað um tilvist hans fyrr en þeir hittust eftir komu hans til landsins 22. apríl. Ákæruvaldið féll því frá þeirri fullyrðingu og klofnaði málið þannig í tvennt. Málvöxtum er ekki lýst frekar í dómnum. Hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Maðurinn fékk annars vegar mildari refsingu vegna greiðrar játningar og samvinnu við lögreglu, segir í dómnum, en hins vegar var litið alvarlegum augum á magn og styrkleika fíkniefnanna. Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Maðurinn játaði brotið fyrir Héraðsdómi Reykjaness en hann kom með 2.897,61 grömm af kókaíni í ferðatösku með flugi til Keflavíkurflugvallar og afhenti þau síðar öðrum manni sem einnig var ákærður fyrir brotið. Kókaínið var af 82-85 prósenta styrkleika og ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Nafn mannsins, þjóðerni eða aldur koma ekki fram í dómnum sem birtur var á vef héraðsdóms. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn neitaði þó sök um að hafa gert það „í félagi“ við hinn manninn, sem hann þekkti hvorki haus né sporð á og sagðist ekki hafa vitað um tilvist hans fyrr en þeir hittust eftir komu hans til landsins 22. apríl. Ákæruvaldið féll því frá þeirri fullyrðingu og klofnaði málið þannig í tvennt. Málvöxtum er ekki lýst frekar í dómnum. Hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Maðurinn fékk annars vegar mildari refsingu vegna greiðrar játningar og samvinnu við lögreglu, segir í dómnum, en hins vegar var litið alvarlegum augum á magn og styrkleika fíkniefnanna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira