„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 12:15 Strandveiðibátar liggja hreyfingarlausir í höfn við Bolungarvík. vísir/Hafþór Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“ Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“
Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira