Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 16:20 Von der Leyen tekur í hönd Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. Lögreglustjóri á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. Flautað var á von der Leyen sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd í dag meðan heimamenn mótmæltu að Bláa lónið væri opið en aðgengi að annarra rekstraraðila að Grindavík væri afar takmarkað. „Á meðan Grindavík stendur lokuð fyrir ferðamönnum og fyrirtækjunum blæðir út kemur Kristrún Frostadóttir með yfirmann Evrópusambandssins sem er „notabene“ ferðamaður til Grindavíkur nánast eingöngu til að gefa okkur fingurinn,“ skrifar Ómar Davíð Ólafsson, atvinnurekandi í Grindavík, á Facebook. Ómar, sem er eigandi Vélsmiðju Grindavíkur, kallar þetta að „míga innum bréfalúguna og dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, íbúi í Grindavík og blaðamaður á Víkurfréttum, var hluti af mótmælaöldu á þriðja tímanum á veginum inn til Grindavíkur. „Vonandi fara yfirvöld að vakna. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Sigurbjörn, sem gagnrýndi það einnig að von der Leyen fengi að fara inn í bæinn. „Það er ekki hægt að skrifa svona handrit. Þetta er galið.“ Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík, samkvæmt yfirlýsingu ráðsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Lögreglustjóri á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. Flautað var á von der Leyen sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd í dag meðan heimamenn mótmæltu að Bláa lónið væri opið en aðgengi að annarra rekstraraðila að Grindavík væri afar takmarkað. „Á meðan Grindavík stendur lokuð fyrir ferðamönnum og fyrirtækjunum blæðir út kemur Kristrún Frostadóttir með yfirmann Evrópusambandssins sem er „notabene“ ferðamaður til Grindavíkur nánast eingöngu til að gefa okkur fingurinn,“ skrifar Ómar Davíð Ólafsson, atvinnurekandi í Grindavík, á Facebook. Ómar, sem er eigandi Vélsmiðju Grindavíkur, kallar þetta að „míga innum bréfalúguna og dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, íbúi í Grindavík og blaðamaður á Víkurfréttum, var hluti af mótmælaöldu á þriðja tímanum á veginum inn til Grindavíkur. „Vonandi fara yfirvöld að vakna. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Sigurbjörn, sem gagnrýndi það einnig að von der Leyen fengi að fara inn í bæinn. „Það er ekki hægt að skrifa svona handrit. Þetta er galið.“ Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík, samkvæmt yfirlýsingu ráðsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55