Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 16:20 Von der Leyen tekur í hönd Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. Lögreglustjóri á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. Flautað var á von der Leyen sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd í dag meðan heimamenn mótmæltu að Bláa lónið væri opið en aðgengi að annarra rekstraraðila að Grindavík væri afar takmarkað. „Á meðan Grindavík stendur lokuð fyrir ferðamönnum og fyrirtækjunum blæðir út kemur Kristrún Frostadóttir með yfirmann Evrópusambandssins sem er „notabene“ ferðamaður til Grindavíkur nánast eingöngu til að gefa okkur fingurinn,“ skrifar Ómar Davíð Ólafsson, atvinnurekandi í Grindavík, á Facebook. Ómar, sem er eigandi Vélsmiðju Grindavíkur, kallar þetta að „míga innum bréfalúguna og dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, íbúi í Grindavík og blaðamaður á Víkurfréttum, var hluti af mótmælaöldu á þriðja tímanum á veginum inn til Grindavíkur. „Vonandi fara yfirvöld að vakna. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Sigurbjörn, sem gagnrýndi það einnig að von der Leyen fengi að fara inn í bæinn. „Það er ekki hægt að skrifa svona handrit. Þetta er galið.“ Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík, samkvæmt yfirlýsingu ráðsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Lögreglustjóri á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. Flautað var á von der Leyen sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd í dag meðan heimamenn mótmæltu að Bláa lónið væri opið en aðgengi að annarra rekstraraðila að Grindavík væri afar takmarkað. „Á meðan Grindavík stendur lokuð fyrir ferðamönnum og fyrirtækjunum blæðir út kemur Kristrún Frostadóttir með yfirmann Evrópusambandssins sem er „notabene“ ferðamaður til Grindavíkur nánast eingöngu til að gefa okkur fingurinn,“ skrifar Ómar Davíð Ólafsson, atvinnurekandi í Grindavík, á Facebook. Ómar, sem er eigandi Vélsmiðju Grindavíkur, kallar þetta að „míga innum bréfalúguna og dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, íbúi í Grindavík og blaðamaður á Víkurfréttum, var hluti af mótmælaöldu á þriðja tímanum á veginum inn til Grindavíkur. „Vonandi fara yfirvöld að vakna. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Sigurbjörn, sem gagnrýndi það einnig að von der Leyen fengi að fara inn í bæinn. „Það er ekki hægt að skrifa svona handrit. Þetta er galið.“ Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík, samkvæmt yfirlýsingu ráðsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55