„Það var engin taktík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. júlí 2025 22:02 Guðjón Þórðarson var ekki parhrifinn af spilamennsku íslenska landsliðsins á EM Nordic Photos/Getty Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir að árangur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu hafi ekki komið honum á óvart enda hafi undirbúningur liðsins ekki gefið tilefni til bjartsýni. Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira
Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira