Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. Fótbolti 1.7.2025 23:31
„Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. Fótbolti 1.7.2025 22:32
Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. Fótbolti 1.7.2025 17:32
EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Nú dregur nær fyrsta leik íslenska landsliðsins í fótbolta á EM í Sviss og spennan fer vaxandi og Íslendingum í Thun fjölgar. í EM í dag verður farið yfir helstu tíðindi í tengslum við þátttöku Íslands á mótinu Fótbolti 1. júlí 2025 11:15
Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Þrátt fyrir að vera ung að árum er Amanda Andradóttir mætt á sitt annað stórmót fyrir Íslands hönd. Hún var ekki viss um hvort það yrði raunin eftir mikla baráttu við meiðsli og komst að því á samfélagsmiðlum að hún vær á leið á EM í Sviss. Fótbolti 1. júlí 2025 11:00
„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fótbolti 1. júlí 2025 09:02
Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Besti leikmaður heims, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí, er komin til móts við spænska landsliðið á æfingasvæðinu í Sviss eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús á Spáni vegna heilahimnubólgu. Fótbolti 1. júlí 2025 08:32
Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Diljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og þar með er draumur að rætast. Diljá hefur lagt allt í sölurnar yfir krefjandi tímabil til þess að ná þeim stað. Eftir að hafa sigrast á þrautagöngu og efasemdum uppsker hún rækilega núna. Fótbolti 1. júlí 2025 08:01
Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Opta tölfræðiveitan telur meira en helmingslíkur á að stelpurnar okkar fari upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit á EM í fótbolta. Þá eru 2,1% líkur á því að þær hreinlega lyfti Evrópumeistarabikarnum 27. júlí. Möguleikinn er því til staðar og hægt að færa góð rök fyrir því að Íslandi muni í það minnsta vegna afar vel á mótinu. Fótbolti 1. júlí 2025 07:03
„Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna. Fótbolti 30. júní 2025 15:57
Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. Fótbolti 30. júní 2025 15:47
Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Nú eru aðeins tveir dagar í að Ísland hefji keppni á EM kvenna í fótbolta. Væntingar manna varðandi árangur á mótinu eru eflaust misjafnar en fyrir þá svartsýnu eru hér ástæður sem gætu valdið því að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli. Fótbolti 30. júní 2025 11:01
EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fulltrúar íþróttadeildar Sýnar eru mættir til Thun í Sviss til að fylgja íslenska kvennalandsliðinu eftir á EM í fótbolta þar í landi. Hitabylgja ríður yfir svæðið þessa dagana og strákarnir skelltu sér á vinsælan baðstað en það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Fótbolti 30. júní 2025 10:00
Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Íslenska kvennalandsliðið fékk óvænta heimsókn á hótelið sitt við bakka Thun-vatns í Sviss í morgun þegar lyfjaeftirlitið mætti á staðinn. Fótbolti 30. júní 2025 08:46
Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta voru snöggar að kanna betur aðstæður í Thun vatni í gær en þær eru nú komnar til Gunten sem varða höfuðstöðvar þeirra á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 29. júní 2025 12:03
Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM Spænska knattspyrnukonan Aitana Bonmati hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en hún var lögð inn vegna heilahimnubólgu aðeins nokkrum dögum fyrir Evrópumótið í Sviss. Fótbolti 29. júní 2025 11:12
Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 29. júní 2025 09:03
54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. Fótbolti 28. júní 2025 13:00
Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var búið að spila tíu leiki í röð án sigurs þegar liðið vann langþráðan sigur á Serbum í gærkvöldi. Fótbolti 28. júní 2025 11:33
Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Spænska kvennalandsliðið í fótbolta hefur hugsanlega orðið fyrir miklu áfalli aðeins fimm dögum fyrir Evrópumótið í Sviss Fótbolti 28. júní 2025 09:02
Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Stelpurnar okkar mæta brosandi á Evrópumótið í Sviss eftir 3-1 sigur á Serbíu í kvöld í generalprufu sinni fyrir EM. Fótbolti 27. júní 2025 20:04
Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu fara á góðum nótum upp í flugvélina til Sviss, með 3-1 sigur í æfingaleik gegn Serbíu að baki. Þær bundu þar með enda á langa sigurlausa hrinu og mæta Finnum fullar sjálfstrausts í fyrsta leik á EM. Tveggja marka forysta var tekin á innan við fimm mínútum ogSveindís Jane skoraði svo stórbrotið mark í seinni hálfleik eftir sprett upp allan völlinn. Fótbolti 27. júní 2025 16:17
Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Þorsteinn Halldórsson hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir síðasta leik liðsins fyrir komandi Evrópumót í Sviss gegn Serbíu. Fótbolti 27. júní 2025 15:51
Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Finnar hafa nú spilað sinn síðasta æfingaleik áður en að þeir mæta Íslandi í fyrsta leik á EM kvenna í fótbolta næsta miðvikudag. Þær finnsku fengu á sig tvö afar klaufaleg mörk í Hollandi í gær og var það seinna alveg sérstaklega slysalegt. Fótbolti 27. júní 2025 15:31