Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 06:29 Trump hyggst hækka tollgjöld á Kanada á ný. Getty/Tasos Katopodis Bandaríkjaforseti hyggst leggja 35 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kanada. Löndin tvö hafa átt í samningaviðræðum um málið en nú þegar eru há tollgjöld í gildi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, um áætlanir sínar í bréfi sem sá fyrrnefndi birti síðan á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar segir að tollgjöldin eigi að taka gildi 1. ágúst. „Eins og þú veist, það verða engin tollgjöld sett á Kanada, eða fyrirtæki innan landamæra landsins, ef sú ákvörðun er tekin að byggja og framleiða vörurnar í Bandaríkjunum,“ segir í bréfi Trumps. Fulltrúar Kanada og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum undanfarna mánuði um nýjan viðskipta- og varnarmálasamning þeirra á milli. Nú þegar er í gildi 25 prósenta tollgjöld á allar innfluttar kanadískar vörur að auki fimmtíu prósenta tollgjöld á allt ál og stál sem innflutt er til Bandaríkjanna. Þá er einnig 25 prósenta tollur á alla bíla og vörubíla sem ekki eru framleiddir í Bandaríkjunum. Carney svaraði Trump í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann segir forsvarsmenn Kanada muni halda áfram vinnu sinni í að vernda kanadíska starfsmenn og fyrirtæki. „Við erum að byggja sterkt Kanada. Sambandsríkið, héruð og landsvæði eru að ná verulegum árangri í að búa til eitt kanadískt hagkerfi,“ skrifar Carney. Trump hefur sent og birt yfir tuttugu álíka bréf til annarra landa sem Bandaríkin eiga í viðskiptum við, þar á meðal Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Hærri tollgjöld eiga einnig að fara í gildi 1. ágúst. Bandaríkin Kanada Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, um áætlanir sínar í bréfi sem sá fyrrnefndi birti síðan á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar segir að tollgjöldin eigi að taka gildi 1. ágúst. „Eins og þú veist, það verða engin tollgjöld sett á Kanada, eða fyrirtæki innan landamæra landsins, ef sú ákvörðun er tekin að byggja og framleiða vörurnar í Bandaríkjunum,“ segir í bréfi Trumps. Fulltrúar Kanada og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum undanfarna mánuði um nýjan viðskipta- og varnarmálasamning þeirra á milli. Nú þegar er í gildi 25 prósenta tollgjöld á allar innfluttar kanadískar vörur að auki fimmtíu prósenta tollgjöld á allt ál og stál sem innflutt er til Bandaríkjanna. Þá er einnig 25 prósenta tollur á alla bíla og vörubíla sem ekki eru framleiddir í Bandaríkjunum. Carney svaraði Trump í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann segir forsvarsmenn Kanada muni halda áfram vinnu sinni í að vernda kanadíska starfsmenn og fyrirtæki. „Við erum að byggja sterkt Kanada. Sambandsríkið, héruð og landsvæði eru að ná verulegum árangri í að búa til eitt kanadískt hagkerfi,“ skrifar Carney. Trump hefur sent og birt yfir tuttugu álíka bréf til annarra landa sem Bandaríkin eiga í viðskiptum við, þar á meðal Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Hærri tollgjöld eiga einnig að fara í gildi 1. ágúst.
Bandaríkin Kanada Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira