Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 06:29 Trump hyggst hækka tollgjöld á Kanada á ný. Getty/Tasos Katopodis Bandaríkjaforseti hyggst leggja 35 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kanada. Löndin tvö hafa átt í samningaviðræðum um málið en nú þegar eru há tollgjöld í gildi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, um áætlanir sínar í bréfi sem sá fyrrnefndi birti síðan á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar segir að tollgjöldin eigi að taka gildi 1. ágúst. „Eins og þú veist, það verða engin tollgjöld sett á Kanada, eða fyrirtæki innan landamæra landsins, ef sú ákvörðun er tekin að byggja og framleiða vörurnar í Bandaríkjunum,“ segir í bréfi Trumps. Fulltrúar Kanada og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum undanfarna mánuði um nýjan viðskipta- og varnarmálasamning þeirra á milli. Nú þegar er í gildi 25 prósenta tollgjöld á allar innfluttar kanadískar vörur að auki fimmtíu prósenta tollgjöld á allt ál og stál sem innflutt er til Bandaríkjanna. Þá er einnig 25 prósenta tollur á alla bíla og vörubíla sem ekki eru framleiddir í Bandaríkjunum. Carney svaraði Trump í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann segir forsvarsmenn Kanada muni halda áfram vinnu sinni í að vernda kanadíska starfsmenn og fyrirtæki. „Við erum að byggja sterkt Kanada. Sambandsríkið, héruð og landsvæði eru að ná verulegum árangri í að búa til eitt kanadískt hagkerfi,“ skrifar Carney. Trump hefur sent og birt yfir tuttugu álíka bréf til annarra landa sem Bandaríkin eiga í viðskiptum við, þar á meðal Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Hærri tollgjöld eiga einnig að fara í gildi 1. ágúst. Bandaríkin Kanada Skattar og tollar Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, um áætlanir sínar í bréfi sem sá fyrrnefndi birti síðan á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar segir að tollgjöldin eigi að taka gildi 1. ágúst. „Eins og þú veist, það verða engin tollgjöld sett á Kanada, eða fyrirtæki innan landamæra landsins, ef sú ákvörðun er tekin að byggja og framleiða vörurnar í Bandaríkjunum,“ segir í bréfi Trumps. Fulltrúar Kanada og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum undanfarna mánuði um nýjan viðskipta- og varnarmálasamning þeirra á milli. Nú þegar er í gildi 25 prósenta tollgjöld á allar innfluttar kanadískar vörur að auki fimmtíu prósenta tollgjöld á allt ál og stál sem innflutt er til Bandaríkjanna. Þá er einnig 25 prósenta tollur á alla bíla og vörubíla sem ekki eru framleiddir í Bandaríkjunum. Carney svaraði Trump í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann segir forsvarsmenn Kanada muni halda áfram vinnu sinni í að vernda kanadíska starfsmenn og fyrirtæki. „Við erum að byggja sterkt Kanada. Sambandsríkið, héruð og landsvæði eru að ná verulegum árangri í að búa til eitt kanadískt hagkerfi,“ skrifar Carney. Trump hefur sent og birt yfir tuttugu álíka bréf til annarra landa sem Bandaríkin eiga í viðskiptum við, þar á meðal Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Hærri tollgjöld eiga einnig að fara í gildi 1. ágúst.
Bandaríkin Kanada Skattar og tollar Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira