Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar 12. júlí 2025 09:01 Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi. Skilning og þekkingu skortir oft á málaflokknum innan stjórnkerfisins og þeim embættum sem hafa flugið á sinni könnu og almannaflugið (General aviation) og flugnámið sett undir sama hatt og stór áætlunarflugfélög þegar kemur að rekstrarkostnaði og viðhaldi. Það er í raun og veru alveg furðulegt að sjaldnast virðist leitað til þeirra sem til þekkja varðandi innleiðingu reglugerða og laga þegar haft er í huga að þjóðin býr á afskekktri eyju og að flugið er lífæð þjóðarinnar við umheiminn. Þetta er nefnilega alls ekki sjálfsagt mál, heldur þarf að búa almannafluginu sérstaklega betra umhverfi og styðja við það að öllu leyti þar til ástandið verður orðið ásættanlegt. Almannaflugið er stundum kallað "grasrótin" og eins og nafnið gefur til kynna er hún grunnstoð alls flugs á Íslandi. „Grasrótin“ Allir flugmenn byrja á að læra flug í grasrótinni og fljúga svo sína fyrstu tíma þar til að öðlast reynslu. Flugkennsla á flugvél má byrja 16 ára þar sem fyrstu réttindi eru ekki veitt fyrr en 17 ára. Einkaflug, fisflug, svifflug(má byrja 13 ára), listflug, þyrluflug, mótorsvifflug, svifvængjaflug, mótordrekar, fallhlífastökk, svifdrekaflug, fjarstýrðar flugvélar, drónakappflug, heimasmíðaðar flugvélar og atvinnuflugmannsnám(má byrja 18 ára)...er allt hluti af grasrótinni. Grasrót flugsins á Íslandi - Grunnstoð fyrir flugfélögin og þróun þeirra Kostir Íslands fyrir hagkvæmt flugnám Ísland er einstakt land til flugnáms. Stuttar vegalengdir í flugskólana fyrir nemendur til og frá flugvöllum Reykjavíkur og Akureyrar sem lækkar kostnað við námið, stutt flug frá velli í æfingasvæði og til snertilendinga og ægifagurt landslag hvert sem litið er. Nú er reyndar æfingasvæði flugkennslunar í Reykjavík og svifflugkennslu á Sandskeiði ógnað vegna fyrirhugaðra vindmylla á Mosfellsheiði. Fyrsta sóló sumarsins hjá Svifflugfélagi Íslands þegar Alexander Tryggvi Hjartarson flaug sitt fyrsta sóló á svifflugu. Friðjón Bjarnason Baldur Jónsson aldursforseti félagsins afhenti honum A-prófs merkið. Friðjón Bjarnason Flugnám á flugvél krefst þeirra skilyrða að það sé framkvæmt við stjórnaða flugvelli með flugturni og flugumferðarstjórn enda er sá þáttur í fjarskiptum mikilvægur í þjálfun flugmanna auk þess að venjast því að þekkja og kunna vel á merkingar, ljósabúnað, umferðarreglur og flug með annarri flugumferð. Á flugvél má byrja 16 ára að læra flug. Fyrsta skrefið er Soloprófið svokallaða (Einflugsleyfi) og gerir flugnemum kleift að fljúga einir án þess að mega fljúga með farþega. Næsta skref er einkaflugmannsprófið sem veitir þeim réttindi 17 ára til að fljúga á einshreyfils flugvél með farþega án endurgjalds. Eftir það koma næturáritun(NIT), fjölhreyflaáritun(MEP), blindflugsáritun(IR), atvinnuflugmannsréttindin(CPL) og flugkennararéttindi(FI) fyrir þá sem stefna á þau. Flugnám á Reykjavíkurflugvelli.Jón Björgvin Jónsson Ef flugnemar fá ekki það umhverfi sem til þarf til að öðlast flugréttindi á hagkvæman hátt verður skortur á flugmönnum í landinu og íslensku flugfélögin fá þá ekki þá flugmenn sem þau þurfa á að halda. Það yrði alvarlegt mál og augljóst að á næstu árum muni vanta flugmenn um allan heim og ef við styðjum ekki Íslendinga til flugnáms á Íslandi missum við þá til erlendra flugskóla sem margir eru með samninga við erlend flugfélög um að sjá þeim fyrir nýjum flugmönnum. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Matthías Arngrímsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi. Skilning og þekkingu skortir oft á málaflokknum innan stjórnkerfisins og þeim embættum sem hafa flugið á sinni könnu og almannaflugið (General aviation) og flugnámið sett undir sama hatt og stór áætlunarflugfélög þegar kemur að rekstrarkostnaði og viðhaldi. Það er í raun og veru alveg furðulegt að sjaldnast virðist leitað til þeirra sem til þekkja varðandi innleiðingu reglugerða og laga þegar haft er í huga að þjóðin býr á afskekktri eyju og að flugið er lífæð þjóðarinnar við umheiminn. Þetta er nefnilega alls ekki sjálfsagt mál, heldur þarf að búa almannafluginu sérstaklega betra umhverfi og styðja við það að öllu leyti þar til ástandið verður orðið ásættanlegt. Almannaflugið er stundum kallað "grasrótin" og eins og nafnið gefur til kynna er hún grunnstoð alls flugs á Íslandi. „Grasrótin“ Allir flugmenn byrja á að læra flug í grasrótinni og fljúga svo sína fyrstu tíma þar til að öðlast reynslu. Flugkennsla á flugvél má byrja 16 ára þar sem fyrstu réttindi eru ekki veitt fyrr en 17 ára. Einkaflug, fisflug, svifflug(má byrja 13 ára), listflug, þyrluflug, mótorsvifflug, svifvængjaflug, mótordrekar, fallhlífastökk, svifdrekaflug, fjarstýrðar flugvélar, drónakappflug, heimasmíðaðar flugvélar og atvinnuflugmannsnám(má byrja 18 ára)...er allt hluti af grasrótinni. Grasrót flugsins á Íslandi - Grunnstoð fyrir flugfélögin og þróun þeirra Kostir Íslands fyrir hagkvæmt flugnám Ísland er einstakt land til flugnáms. Stuttar vegalengdir í flugskólana fyrir nemendur til og frá flugvöllum Reykjavíkur og Akureyrar sem lækkar kostnað við námið, stutt flug frá velli í æfingasvæði og til snertilendinga og ægifagurt landslag hvert sem litið er. Nú er reyndar æfingasvæði flugkennslunar í Reykjavík og svifflugkennslu á Sandskeiði ógnað vegna fyrirhugaðra vindmylla á Mosfellsheiði. Fyrsta sóló sumarsins hjá Svifflugfélagi Íslands þegar Alexander Tryggvi Hjartarson flaug sitt fyrsta sóló á svifflugu. Friðjón Bjarnason Baldur Jónsson aldursforseti félagsins afhenti honum A-prófs merkið. Friðjón Bjarnason Flugnám á flugvél krefst þeirra skilyrða að það sé framkvæmt við stjórnaða flugvelli með flugturni og flugumferðarstjórn enda er sá þáttur í fjarskiptum mikilvægur í þjálfun flugmanna auk þess að venjast því að þekkja og kunna vel á merkingar, ljósabúnað, umferðarreglur og flug með annarri flugumferð. Á flugvél má byrja 16 ára að læra flug. Fyrsta skrefið er Soloprófið svokallaða (Einflugsleyfi) og gerir flugnemum kleift að fljúga einir án þess að mega fljúga með farþega. Næsta skref er einkaflugmannsprófið sem veitir þeim réttindi 17 ára til að fljúga á einshreyfils flugvél með farþega án endurgjalds. Eftir það koma næturáritun(NIT), fjölhreyflaáritun(MEP), blindflugsáritun(IR), atvinnuflugmannsréttindin(CPL) og flugkennararéttindi(FI) fyrir þá sem stefna á þau. Flugnám á Reykjavíkurflugvelli.Jón Björgvin Jónsson Ef flugnemar fá ekki það umhverfi sem til þarf til að öðlast flugréttindi á hagkvæman hátt verður skortur á flugmönnum í landinu og íslensku flugfélögin fá þá ekki þá flugmenn sem þau þurfa á að halda. Það yrði alvarlegt mál og augljóst að á næstu árum muni vanta flugmenn um allan heim og ef við styðjum ekki Íslendinga til flugnáms á Íslandi missum við þá til erlendra flugskóla sem margir eru með samninga við erlend flugfélög um að sjá þeim fyrir nýjum flugmönnum. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun