Sex hafa ekkert spilað á EM Sindri Sverrisson skrifar 10. júlí 2025 11:02 Diljá Ýr Zomers hefur verið á varamannabekknum á EM til þessa. Hún var í flottu hlutverki hjá Íslandi í undankeppninni en meiddist í vetur. Getty/Manuel Winterberger Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira