„Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 07:32 Katla Tryggvadóttir náði að leika sínar fyrstu mínútur á stórmóti í gær og má vera stolt. vísir/Anton „Eins og mamma segir: Við fáum fram að miðnætti til að svekkja okkur. Svo höldum við bara áfram, næsti leikur,“ sagði hin tvítuga Katla Tryggvadóttir í gærkvöld, eftir 1-0 tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM. Vonbrigðin yfir tapinu skyggðu á annars stóra stund fyrir hana í Thun í gær. Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira