„Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 07:32 Katla Tryggvadóttir náði að leika sínar fyrstu mínútur á stórmóti í gær og má vera stolt. vísir/Anton „Eins og mamma segir: Við fáum fram að miðnætti til að svekkja okkur. Svo höldum við bara áfram, næsti leikur,“ sagði hin tvítuga Katla Tryggvadóttir í gærkvöld, eftir 1-0 tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM. Vonbrigðin yfir tapinu skyggðu á annars stóra stund fyrir hana í Thun í gær. Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira
Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira