Ábyrg stefna í útlendingamálum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. júní 2025 11:02 Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Landamæri Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar