Týndu hermennirnir okkar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. júní 2025 10:31 Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Öryggis- og varnarmál Hernaður Íslendingar erlendis Alþingi Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun