Týndu hermennirnir okkar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. júní 2025 10:31 Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Öryggis- og varnarmál Hernaður Íslendingar erlendis Alþingi Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun