„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. júní 2025 11:43 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt og krefst afsökunarbeiðni og þess að ummælin séu dregin til baka strax,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Að halda að þetta séu falsfréttir — hér eru bara lýðræðiskjörnir fulltrúar í atvinnuveganefnd að reyna að sinna sínum störfum.“ Hræri í pottinum og skapi ótta Margir fulltrúar minnihlutans kepptust við að komast í ræðustól undir liðnum fundarstjórn forseta í morgun til að gagnrýna framgöngu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og stjórnarmeirihlutans. Í umræddu viðtali skaut Kristrún fast á minnihlutann, sagði málþóf hans valda skaða í þinginu og umræðu um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar vera óuppbyggilega. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það bara alveg hér hreint út, að það hefur verið í falsfréttastíl hvernig umfjöllunin um þetta mál hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu og það er ekki gott,“ sagði Kristrún í Kastjósi á RÚV í gær. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, fór mikinn í viðtalinu í gær. Vísir/Vilhelm Þá fóru önnur ummæli forsætisráðherrans einnig fyrir brjóstið á sumum þingmönnum sem vildu ekki kannast við að sinna hagsmunagæslu fyrir örfáar fjölskyldur í landinu. „[…] Það liggur alveg fyrir að það verður alltaf einhver hópur í samfélaginu, það verða alltaf ákveðnir hagsmunaaðilar sem að mínu mati og okkar mati eru fyrst og fremst að berjast fyrir hagsmunum kannski fjögurra, fimm fjölskyldna í landinu. Við skulum hafa það alveg á hreinu,“ sagði Kristrún í Kastljósi og vísaði þar væntanlega til eigenda stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins sem þurfa að greiða hærri veiðigjöld í ríkissjóð ef frumvarp þess efnis verður samþykkt. Sagði ummælin „galin“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hlutist til um að forsætisráðherra myndi draga orð sín til baka. Tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, undir þessi sjónarmið og sagði ummæli Kristrúnar „galin.“ Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins.Vísir/Anton brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, gaf lítið fyrir gagnrýnina og sakaði stjórnarandstöðuna um blekkingar. „Þær ræður sem hafa verið fluttar hér úr þessum ræðustól undanfarna sólarhringa hafa verið með þeim hætti að hér hafa jafnvel verið ástundaðar blekkingar. Hér hafi ekkert verið greint, hér hafa ekki verið nein samskipti. Hvað eru það annað en falsfréttir, frú forseti? Auðvitað er þetta sannleikurinn í málinu. Þessi málflutningur sem stjórnarandstaðan hefur ástundað hér er verulega billegur og er henni svo sannarlega til skammar,“ sagði Sigurjón og vísaði þar til málflutnings minnihlutans um skort á samráði við vinnslu veiðigjaldafrumvarpsins og greiningum á áhrifum þess. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að forsætisráðherra dragi ummæli sín til baka. Vísir/Anton Brink Átti sig ekki á því hversu alvarlegt þetta sé Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sagði erfitt að reyna að semja við þingflokksformenn meirihlutans um þinglok á sama tíma og forsætisráðherra tali í viðtali um falsflutning í þingsal. „Þetta eru alvarlegar ásakanir, mjög alvarlegar, og hér kemur formaður atvinnuveganefndar og fylgir því eftir. Mér þykir þetta til skammar og ekki á það bætandi hvernig ástandið er í þinginu. Maður upphefur sjálfan sig ekkert á því að gagnrýna aðra. Hér erum við að koma upp og ræða umsagnir sveitarfélaga, sveitarfélaga um landið sem fengu óháðan aðila til að taka saman gögn. Hér er verið að draga það í efa. Ég veit ekki hvort hæstvirtur formaður atvinnuveganefndar eða hæstvirtur forsætisráðherra átti sig á því hversu þungar ásakanir þetta eru. Ég tek undir með fyrri ræðumönnum hér: Það væri bragur á því að hæstvirtur forsætisráðherra drægi ummæli sín til baka,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, skaut til baka á minnihlutann. „Það var nú tekin syrpa í fundarstjórn í gær þar sem var mikið talað um það að hér væri bara farið með staðreyndir og hér væri ekkert verið að reyna að hræða neitt eða teygja og toga. En í næstu ræðu var því haldið fram að líklegast væru formaður og forsætisráðherra vor með hagfræðigráðu frá Sovétríkjunum og að þetta væri nú ríkisstjórn frá kommúnistafélögunum, kommúnistalöndunum.“ „Ef fólk ætlar að vera móðgað yfir því að bent sé á að fólk sé að fara frjálslega með staðreyndir þegar þetta er málflutningurinn í næstu ræðu frá háttvirtum varaformanni Sjálfstæðisflokksins, koma síðan hérna upp og láta eins og hér sé bara farið með staðreyndir og bara verið að tala um efni máls, það dæmir sig sjálft.“ Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Kristrúnu vanvirða alla sem hafi lýst yfir áhyggjum af mögulegum áhrifum veiðigjaldafrumvarpsins með því að saka gagnrýnendur um að hræða fólk á landsbyggðinni. „Þess vegna eru þessi ummæli sérstaklega ósæmandi hæstvirtum forsætisráðherra, að saka stjórnarandstæðinga um falsfréttir og að vera að ala á ótta fólks með því að vera að ræða þetta mikilvæga mál.“ Alþingi Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt og krefst afsökunarbeiðni og þess að ummælin séu dregin til baka strax,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Að halda að þetta séu falsfréttir — hér eru bara lýðræðiskjörnir fulltrúar í atvinnuveganefnd að reyna að sinna sínum störfum.“ Hræri í pottinum og skapi ótta Margir fulltrúar minnihlutans kepptust við að komast í ræðustól undir liðnum fundarstjórn forseta í morgun til að gagnrýna framgöngu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og stjórnarmeirihlutans. Í umræddu viðtali skaut Kristrún fast á minnihlutann, sagði málþóf hans valda skaða í þinginu og umræðu um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar vera óuppbyggilega. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það bara alveg hér hreint út, að það hefur verið í falsfréttastíl hvernig umfjöllunin um þetta mál hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu og það er ekki gott,“ sagði Kristrún í Kastjósi á RÚV í gær. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, fór mikinn í viðtalinu í gær. Vísir/Vilhelm Þá fóru önnur ummæli forsætisráðherrans einnig fyrir brjóstið á sumum þingmönnum sem vildu ekki kannast við að sinna hagsmunagæslu fyrir örfáar fjölskyldur í landinu. „[…] Það liggur alveg fyrir að það verður alltaf einhver hópur í samfélaginu, það verða alltaf ákveðnir hagsmunaaðilar sem að mínu mati og okkar mati eru fyrst og fremst að berjast fyrir hagsmunum kannski fjögurra, fimm fjölskyldna í landinu. Við skulum hafa það alveg á hreinu,“ sagði Kristrún í Kastljósi og vísaði þar væntanlega til eigenda stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins sem þurfa að greiða hærri veiðigjöld í ríkissjóð ef frumvarp þess efnis verður samþykkt. Sagði ummælin „galin“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hlutist til um að forsætisráðherra myndi draga orð sín til baka. Tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, undir þessi sjónarmið og sagði ummæli Kristrúnar „galin.“ Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins.Vísir/Anton brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, gaf lítið fyrir gagnrýnina og sakaði stjórnarandstöðuna um blekkingar. „Þær ræður sem hafa verið fluttar hér úr þessum ræðustól undanfarna sólarhringa hafa verið með þeim hætti að hér hafa jafnvel verið ástundaðar blekkingar. Hér hafi ekkert verið greint, hér hafa ekki verið nein samskipti. Hvað eru það annað en falsfréttir, frú forseti? Auðvitað er þetta sannleikurinn í málinu. Þessi málflutningur sem stjórnarandstaðan hefur ástundað hér er verulega billegur og er henni svo sannarlega til skammar,“ sagði Sigurjón og vísaði þar til málflutnings minnihlutans um skort á samráði við vinnslu veiðigjaldafrumvarpsins og greiningum á áhrifum þess. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að forsætisráðherra dragi ummæli sín til baka. Vísir/Anton Brink Átti sig ekki á því hversu alvarlegt þetta sé Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sagði erfitt að reyna að semja við þingflokksformenn meirihlutans um þinglok á sama tíma og forsætisráðherra tali í viðtali um falsflutning í þingsal. „Þetta eru alvarlegar ásakanir, mjög alvarlegar, og hér kemur formaður atvinnuveganefndar og fylgir því eftir. Mér þykir þetta til skammar og ekki á það bætandi hvernig ástandið er í þinginu. Maður upphefur sjálfan sig ekkert á því að gagnrýna aðra. Hér erum við að koma upp og ræða umsagnir sveitarfélaga, sveitarfélaga um landið sem fengu óháðan aðila til að taka saman gögn. Hér er verið að draga það í efa. Ég veit ekki hvort hæstvirtur formaður atvinnuveganefndar eða hæstvirtur forsætisráðherra átti sig á því hversu þungar ásakanir þetta eru. Ég tek undir með fyrri ræðumönnum hér: Það væri bragur á því að hæstvirtur forsætisráðherra drægi ummæli sín til baka,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, skaut til baka á minnihlutann. „Það var nú tekin syrpa í fundarstjórn í gær þar sem var mikið talað um það að hér væri bara farið með staðreyndir og hér væri ekkert verið að reyna að hræða neitt eða teygja og toga. En í næstu ræðu var því haldið fram að líklegast væru formaður og forsætisráðherra vor með hagfræðigráðu frá Sovétríkjunum og að þetta væri nú ríkisstjórn frá kommúnistafélögunum, kommúnistalöndunum.“ „Ef fólk ætlar að vera móðgað yfir því að bent sé á að fólk sé að fara frjálslega með staðreyndir þegar þetta er málflutningurinn í næstu ræðu frá háttvirtum varaformanni Sjálfstæðisflokksins, koma síðan hérna upp og láta eins og hér sé bara farið með staðreyndir og bara verið að tala um efni máls, það dæmir sig sjálft.“ Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Kristrúnu vanvirða alla sem hafi lýst yfir áhyggjum af mögulegum áhrifum veiðigjaldafrumvarpsins með því að saka gagnrýnendur um að hræða fólk á landsbyggðinni. „Þess vegna eru þessi ummæli sérstaklega ósæmandi hæstvirtum forsætisráðherra, að saka stjórnarandstæðinga um falsfréttir og að vera að ala á ótta fólks með því að vera að ræða þetta mikilvæga mál.“
Alþingi Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira