Harmakvein kórs útgerðarmanna Jón Ingi Hákonarson skrifar 18. júní 2025 12:45 Kvótakerfið hvílir á þremur stoðum. Það var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngjarnri skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það hefur ekki enn tekist. Kannski er vandinn sá að talað er um sanngjarna skiptingu, en sanngirni er kannski of óljóst hugtak til að notast við. Það er þó ljóst að þetta kerfi hefur búið til gríðarlega mikið eigið fé hjá útgerðinni. Sumt af því er inn í útgerðarfélögunum sjálfum, sumt af því hefur verið notað til að fjárfesta í öðrum óskyldum atvinnugreinum og fasteignum og sumt af því hefur farið beint í vasa útgerðarmanna. Einnig er ljóst að tilfærsla kostnaðar og tekna hjá fyrirtækjum sem eru með starfsemi erlendis er staðreynd og því ljóst að eitthvað af hagnaði stórútgerðarinnar liggur utan landsteinanna. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Til að bregðast við þessu var hluta kvótans úthlutað endurgjaldslaust sem byggðakvóti. Hann á einmitt að stuðla að því að halda uppi atvinnustiginu í byggðum sem stóla að stórum hluta á fiskvinnslu. Það væri forvitnilegt að gera úttekt á því hvort misbrestur hafi orðið á þessu, hvort aflanum hafi verið komið í vinnslu á þeim stöðum sem byggðakvótinn sagði til um. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái þá hlutdeild í auðlindarentunni sem henni ber í gegnum veiðigjöldin. Ég skil vel harmakvein kórs útgerðarmanna, af hverju að borga meira? Sá kór syngur sitt lag af festu en því miður er þessi kór ekki með tónvissan kórstjóra. Þessi söngur sker dálítið í eyrum þegar maður hugsar til þess að útgerðin í landinu á velgengni sína og auðsöfnun stjórnvaldsákvörðunum mikið að þakka. Það er kannski tímabært að rifja upp þá staðreynd að útgerðin fékk milljarðatugi afskrifaða af ríkinu vegna glæfralegra fjárfestinga í íslenska efnahagsundrinu. Taktleysi falska kórsins náði ákveðnu hámarki þegar hann fékk hina norsku siðblindu viðskiptasnillinga til að upphefja falska kórinn með háðsádeilu sem snérist í andhverfu sína hjá þjóðinni, enda eru eftirmálar Hrunsins henni enn ljóslifandi. Falski kórinn syngur ekki mikið um það. Falski kórinn syngur ekki heldur mikið um þá staðreynd að byggðakvótanum er úthlutað án endurgjalds til að koma til móts við kröfur útgerðarmanna um afslátt þegar kemur að því að selja fiskinn til vinnslunnar. Það er líka ágætt að benda á þá staðreynd að það er fyrst núna að veiðigjöld ná að dekka þann kostnað ríkisins við að halda utan um sjávarútveginn. Beinn kostnaður vegna reksturs Fiskistofu, þess hluta Hafró og Landhelgisgæslunnar sem þjónustar sjávarútveginn hefur, með einföldum útreikningum, verið töluvert hærri en innheimt veiðigjöld þar til nú. Falski kórinn syngur ekki þær nótur, því miður. Ég legg því til að við hættum að nota sanngirni sem mælikvarða og höfum frekar samræmi að leiðarljósi. Að upphæð veiðigjalda sé ákvarðað af markaðnum en ekki af velviljuðum stjórnmálamönnum. Ég, eins og þorri þjóðarinnar, er ánægður með leiðréttingu veiðigjaldanna. Þetta er skref í átt að ná meiri sátt um kerfið. Kerfi sem hefur skapað hér gríðarlega mikinn ábata en litla sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið hvílir á þremur stoðum. Það var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngjarnri skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það hefur ekki enn tekist. Kannski er vandinn sá að talað er um sanngjarna skiptingu, en sanngirni er kannski of óljóst hugtak til að notast við. Það er þó ljóst að þetta kerfi hefur búið til gríðarlega mikið eigið fé hjá útgerðinni. Sumt af því er inn í útgerðarfélögunum sjálfum, sumt af því hefur verið notað til að fjárfesta í öðrum óskyldum atvinnugreinum og fasteignum og sumt af því hefur farið beint í vasa útgerðarmanna. Einnig er ljóst að tilfærsla kostnaðar og tekna hjá fyrirtækjum sem eru með starfsemi erlendis er staðreynd og því ljóst að eitthvað af hagnaði stórútgerðarinnar liggur utan landsteinanna. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Til að bregðast við þessu var hluta kvótans úthlutað endurgjaldslaust sem byggðakvóti. Hann á einmitt að stuðla að því að halda uppi atvinnustiginu í byggðum sem stóla að stórum hluta á fiskvinnslu. Það væri forvitnilegt að gera úttekt á því hvort misbrestur hafi orðið á þessu, hvort aflanum hafi verið komið í vinnslu á þeim stöðum sem byggðakvótinn sagði til um. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái þá hlutdeild í auðlindarentunni sem henni ber í gegnum veiðigjöldin. Ég skil vel harmakvein kórs útgerðarmanna, af hverju að borga meira? Sá kór syngur sitt lag af festu en því miður er þessi kór ekki með tónvissan kórstjóra. Þessi söngur sker dálítið í eyrum þegar maður hugsar til þess að útgerðin í landinu á velgengni sína og auðsöfnun stjórnvaldsákvörðunum mikið að þakka. Það er kannski tímabært að rifja upp þá staðreynd að útgerðin fékk milljarðatugi afskrifaða af ríkinu vegna glæfralegra fjárfestinga í íslenska efnahagsundrinu. Taktleysi falska kórsins náði ákveðnu hámarki þegar hann fékk hina norsku siðblindu viðskiptasnillinga til að upphefja falska kórinn með háðsádeilu sem snérist í andhverfu sína hjá þjóðinni, enda eru eftirmálar Hrunsins henni enn ljóslifandi. Falski kórinn syngur ekki mikið um það. Falski kórinn syngur ekki heldur mikið um þá staðreynd að byggðakvótanum er úthlutað án endurgjalds til að koma til móts við kröfur útgerðarmanna um afslátt þegar kemur að því að selja fiskinn til vinnslunnar. Það er líka ágætt að benda á þá staðreynd að það er fyrst núna að veiðigjöld ná að dekka þann kostnað ríkisins við að halda utan um sjávarútveginn. Beinn kostnaður vegna reksturs Fiskistofu, þess hluta Hafró og Landhelgisgæslunnar sem þjónustar sjávarútveginn hefur, með einföldum útreikningum, verið töluvert hærri en innheimt veiðigjöld þar til nú. Falski kórinn syngur ekki þær nótur, því miður. Ég legg því til að við hættum að nota sanngirni sem mælikvarða og höfum frekar samræmi að leiðarljósi. Að upphæð veiðigjalda sé ákvarðað af markaðnum en ekki af velviljuðum stjórnmálamönnum. Ég, eins og þorri þjóðarinnar, er ánægður með leiðréttingu veiðigjaldanna. Þetta er skref í átt að ná meiri sátt um kerfið. Kerfi sem hefur skapað hér gríðarlega mikinn ábata en litla sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar