Veiðigjöldin leiðrétt Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. júní 2025 13:02 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi. Mér þykir rétt að fara í nokkrum orðum yfir vinnslu málsins frá því að ég mælti fyrir því á Alþingi og bregðast við mjög alvarlegum ásökunum SFS sem dreift hefur verið víða án þess að eiga við nokkur rök að styðjast. Vönduð vinna þingsinsAtvinnuveganefnd Alþingis hefur unnið að afgreiðslu málsins síðustu vikur af fagmennsku og vandvirkni, farið yfir fjölda umsagna og fundað með tugum gesta. Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar. Við meðferð nefndarinnar kom fram að hægt væri að túlka ákvæði frumvarpsins um útreikninga veiðigjalda með mismunandi hætti. Til að eyða óvissu um það var atvinnuvegaráðuneytið beðið um að funda með Skattinum og Fiskistofu þar sem farið var vel yfir málið til þess að draga úr líkum á ólíkri túlkun á efni frumvarpsins. Niðurstaða þeirrar vinnu skilaði breytingartillögu frá atvinnuveganefnd sem skýrir betur aðferðafræði útreikninga og hvaða gagnasöfn liggja þar til grundvallar. Þá bárust nefndinni málefnaleg skilaboð frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum um allt land sem töldu ekki gengið nægilega langt í hækkun frítekjumarks. Til að bregðast við því er frítekjumark hækkað enn frekar í breytingatillögum nefndarinnar þannig að minni aðilar njóti meiri skjóls. Þriðja breytingin snýr að makríl. Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna. Atvinnuveganefnd mælir því með að miðað verði við 80% af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds. Leiðrétting í þágu almenningsHeildaráhrif frumvarpsins verða innan þeirra marka sem sett voru í upphafi, eða í kringum 8–10 milljarða króna leiðrétting til hækkunar á veiðigjöldum miðað við árið 2023. Til að setja málið í samhengi var EBITDA rekstrarhagnaður sjávarútvegsfyrirtækja það ár samtals um 110 milljarðar. Rétt er að minna á að þessi útreikningur byggist á mjög góðu rekstrarári og að álagning sveiflast eftir aðstæðum hverju sinni – bæði í verði og afla. Þessi löngu tímabæra leiðrétting á greiðslu útgerðarinnar fyrir nýtingarrétt á fiskveiðiauðlindinni hefur vakið upp mikil og sterk viðbrögð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fagnar því að loksins sé komin ríkisstjórn sem er samstíga í þessu mikla réttlætismáli og setur hagsmuni almennings í forgang. Stór hluti útgerðarinnar er alfarið á móti þessari leiðréttingu, einhverjir segja sjálfsagt að hækka veiðigjöldin - bara ekki nákvæmlega svona og ekki akkúrat núna. Svo heyrast þaðan raddir sem viðurkenna að þessi leiðrétting sé bæði eðlileg og tímabær. Alvarlegar ásakanir SFSHvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar. Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi. Af hálfu atvinnuvegaráðuneytis hefur þetta mikilvæga þjóðþrifaverkefni verið unnið af mikilli fagmennsku og í náinni samvinnu við viðkomandi stofnanir ríkisins og svo Alþingi á seinni stigum. Það er sorglegt að fylgjast með árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar sem vinnur störf sín af fagmennsku og heilindum. Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt.Það má hafa skilning á því að hagsmunaöfl, sem hafa vanist því að skrifa leikreglurnar að miklu leyti sjálf, fagni ekki þegar ný ríkisstjórn reynist þeim ekki leiðitöm. Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi. Mér þykir rétt að fara í nokkrum orðum yfir vinnslu málsins frá því að ég mælti fyrir því á Alþingi og bregðast við mjög alvarlegum ásökunum SFS sem dreift hefur verið víða án þess að eiga við nokkur rök að styðjast. Vönduð vinna þingsinsAtvinnuveganefnd Alþingis hefur unnið að afgreiðslu málsins síðustu vikur af fagmennsku og vandvirkni, farið yfir fjölda umsagna og fundað með tugum gesta. Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar. Við meðferð nefndarinnar kom fram að hægt væri að túlka ákvæði frumvarpsins um útreikninga veiðigjalda með mismunandi hætti. Til að eyða óvissu um það var atvinnuvegaráðuneytið beðið um að funda með Skattinum og Fiskistofu þar sem farið var vel yfir málið til þess að draga úr líkum á ólíkri túlkun á efni frumvarpsins. Niðurstaða þeirrar vinnu skilaði breytingartillögu frá atvinnuveganefnd sem skýrir betur aðferðafræði útreikninga og hvaða gagnasöfn liggja þar til grundvallar. Þá bárust nefndinni málefnaleg skilaboð frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum um allt land sem töldu ekki gengið nægilega langt í hækkun frítekjumarks. Til að bregðast við því er frítekjumark hækkað enn frekar í breytingatillögum nefndarinnar þannig að minni aðilar njóti meiri skjóls. Þriðja breytingin snýr að makríl. Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna. Atvinnuveganefnd mælir því með að miðað verði við 80% af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds. Leiðrétting í þágu almenningsHeildaráhrif frumvarpsins verða innan þeirra marka sem sett voru í upphafi, eða í kringum 8–10 milljarða króna leiðrétting til hækkunar á veiðigjöldum miðað við árið 2023. Til að setja málið í samhengi var EBITDA rekstrarhagnaður sjávarútvegsfyrirtækja það ár samtals um 110 milljarðar. Rétt er að minna á að þessi útreikningur byggist á mjög góðu rekstrarári og að álagning sveiflast eftir aðstæðum hverju sinni – bæði í verði og afla. Þessi löngu tímabæra leiðrétting á greiðslu útgerðarinnar fyrir nýtingarrétt á fiskveiðiauðlindinni hefur vakið upp mikil og sterk viðbrögð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fagnar því að loksins sé komin ríkisstjórn sem er samstíga í þessu mikla réttlætismáli og setur hagsmuni almennings í forgang. Stór hluti útgerðarinnar er alfarið á móti þessari leiðréttingu, einhverjir segja sjálfsagt að hækka veiðigjöldin - bara ekki nákvæmlega svona og ekki akkúrat núna. Svo heyrast þaðan raddir sem viðurkenna að þessi leiðrétting sé bæði eðlileg og tímabær. Alvarlegar ásakanir SFSHvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar. Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi. Af hálfu atvinnuvegaráðuneytis hefur þetta mikilvæga þjóðþrifaverkefni verið unnið af mikilli fagmennsku og í náinni samvinnu við viðkomandi stofnanir ríkisins og svo Alþingi á seinni stigum. Það er sorglegt að fylgjast með árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar sem vinnur störf sín af fagmennsku og heilindum. Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt.Það má hafa skilning á því að hagsmunaöfl, sem hafa vanist því að skrifa leikreglurnar að miklu leyti sjálf, fagni ekki þegar ný ríkisstjórn reynist þeim ekki leiðitöm. Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun