Til hamingju með daginn á ný! Árni Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:31 Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun