Til hamingju með daginn á ný! Árni Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:31 Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun