Yfir 90% ferðamanna eru ánægðir með dvöl sína á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 13. júní 2025 11:17 Við megum svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar á höfuðborgarsvæðinu en 94% ferðamanna eru ánægðir með heimsókn sína. Að taka vel á móti gestum okkar er lykilatriði í að þeir upplifi sig velkomna og njóti sín. Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins en langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins létum framkvæma bæði vetrar og sumarkönnun meðal erlendra ferðamanna til að meta ánægju þeirra og ferðavenjur, síðasta sumar og nú í vetur. Í niðurstöðunum kemur fram að um 60% segjast vera líklegir til að mæla með höfuðborgarsvæðinu sem áfangastað við vini, fjölskyldu eða vinnufélaga. Þegar spurt er um hver sé ástæðan fyrir því að þeir mæla með höfuðborgarsvæðinu er oftast nefnt að svæðið sé fallegt, fólkið sjálft og að náttúran og umhverfið séu aðlaðandi. Einnig voru ferðamenn spurðir að því hvern þeir teldu hafa verið hápunkt heimsóknarinnar. Oftast voru nefnd matur og drykkur, Hallgrímskirkja og náttúran. Sú afþreying og þjónusta sem ferðamenn nýta sér helst eru söfn, sýningar, náttúruböð og verslun. Athygli vekur að ferðamenn sem heimsækja höfuðborgarsvæðið á veturna sækjast einkum eftir að fara í náttúruböð, eða rétt rúmlega helmingur þeirra. Aftur á móti eru söfn og sýningar vinsælasta afþreyingin yfir sumarmánuðina. Við sjáum einnig í könnunum að ferðamenn sem koma á veturna dvelja lengur á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem koma að sumri til. Meðalfjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu á veturna er 5,9 en á sumrin dvelja ferðamenn að meðaltali 4,1 nótt. Þessar niðurstöður gefa okkur þá niðurstöðu að höfuðborgarsvæðið er góður staður til að heimsækja. Það er sérstaklega gaman að sjá fólkið þar nefnt sem hluta af því sem gerir áfangastaðinn góðan. Við megum því svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar og öllu því sem höfuðborgarsvæðið hefur fram að færa fyrir ferðamenn hvort sem er afþreyingu, menningu, mat og eða gistingu. Njótið sumarsins! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins/Visit Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Reykjavík Ferðaþjónusta Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við megum svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar á höfuðborgarsvæðinu en 94% ferðamanna eru ánægðir með heimsókn sína. Að taka vel á móti gestum okkar er lykilatriði í að þeir upplifi sig velkomna og njóti sín. Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins en langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins létum framkvæma bæði vetrar og sumarkönnun meðal erlendra ferðamanna til að meta ánægju þeirra og ferðavenjur, síðasta sumar og nú í vetur. Í niðurstöðunum kemur fram að um 60% segjast vera líklegir til að mæla með höfuðborgarsvæðinu sem áfangastað við vini, fjölskyldu eða vinnufélaga. Þegar spurt er um hver sé ástæðan fyrir því að þeir mæla með höfuðborgarsvæðinu er oftast nefnt að svæðið sé fallegt, fólkið sjálft og að náttúran og umhverfið séu aðlaðandi. Einnig voru ferðamenn spurðir að því hvern þeir teldu hafa verið hápunkt heimsóknarinnar. Oftast voru nefnd matur og drykkur, Hallgrímskirkja og náttúran. Sú afþreying og þjónusta sem ferðamenn nýta sér helst eru söfn, sýningar, náttúruböð og verslun. Athygli vekur að ferðamenn sem heimsækja höfuðborgarsvæðið á veturna sækjast einkum eftir að fara í náttúruböð, eða rétt rúmlega helmingur þeirra. Aftur á móti eru söfn og sýningar vinsælasta afþreyingin yfir sumarmánuðina. Við sjáum einnig í könnunum að ferðamenn sem koma á veturna dvelja lengur á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem koma að sumri til. Meðalfjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu á veturna er 5,9 en á sumrin dvelja ferðamenn að meðaltali 4,1 nótt. Þessar niðurstöður gefa okkur þá niðurstöðu að höfuðborgarsvæðið er góður staður til að heimsækja. Það er sérstaklega gaman að sjá fólkið þar nefnt sem hluta af því sem gerir áfangastaðinn góðan. Við megum því svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar og öllu því sem höfuðborgarsvæðið hefur fram að færa fyrir ferðamenn hvort sem er afþreyingu, menningu, mat og eða gistingu. Njótið sumarsins! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins/Visit Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun