Engin haldbær rök fyrir því að dánaraðstoð skaði líknarmeðferð Ingrid Kuhlman skrifar 14. júní 2025 08:02 Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun