Raunir ríka fólksins og bænir þess Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 11. júní 2025 15:01 Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun