Mjög áhyggjufull yfir tilfærslu ráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 12:18 Ásthildur Sturtudóttir er bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Fjármögnun vegna fyrirhugaðar uppbyggingar fjögurra verkmenntaskóla á landsbyggðinni hefur verið hliðrað til næsta árs. Bæjarstjóri gagnrýnir að hafa fengið að vita af ákvörðuninni í gegnum fjölmiðla, og segir hana koma sveitarfélaginu í opnu skjöldu. Formaður fjárlaganefndar segir tilfærsluna ósköp eðlilega. Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira