Knicks héldu sér á lífi Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 07:31 Jalen Brunson gerði sitt til að tryggja New York Knicks sigur í nótt. Getty/Al Bello Karl-Anthony Towns beit á jaxlinn þrátt fyrir hnémeiðsli og var ásamt Jalen Brunson í aðalhlutverki þegar New York Knicks tókst að halda sér á lífi í nótt, í einvíginu við Indiana Pacers í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Knicks fögnuðu 111-94 sigri í Madison Square Garden en eru þó 3-2 undir í einvíginu. Þeir verða að vinna í Indianapolis annað kvöld til að jafna einvígið og knýja fram oddaleik. Towns var vel meðvitaður um að allt væri undir þegar hann velti fyrir sér hvort hann gæti spilað í gegnum meiðslin í gærkvöld. „Ég horfði til þessa leiks og vissi að þetta væri „leikur fimm eða dauði“. Það var í raun allt sem ég þurfti að vita,“ sagði Towns sem skoraði 24 stig og tók 13 fráköst í leiknum. SERIES. EXTENDED.The @nyknicks celebrate after forcing Game 6 with a win at home 🔥G6: Saturday, 5/31 at 8pm/et on TNT pic.twitter.com/bO6fd1rr4c— NBA (@NBA) May 30, 2025 Brunson skoraði 32 stig og var stigahæstur Knicks. „Mér fannst við bara spila betur. Við spiluðum eftir okkar getu,“ sagði Brunson. JALEN BRUNSON SHINES in GAME 5 ✨🌟 32 PTS🌟 5 REB🌟 5 AST🌟 4 3PMKNICKS FORCE GAME 6 in INDY! pic.twitter.com/2T0DJQFQfs— NBA (@NBA) May 30, 2025 „Núna er ekkert svigrúm fyrir mistök. Við erum með bakið uppi við vegg og allir leikir eru upp á líf og dauða. Ef að við mætum ekki með þessa orku og ákefð þá er tímabilinu okkar lokið,“ sagði Towns. Tyrese Haliburton, stjarna Indiana, hafði afar hægt um sig og endaði með aðeins átta stig og sex stoðsendingar, eftir sturlaðan leik sinn tveimur dögum áður þegar hann skoraði 30 stig, átti 15 stoðsendingar og tók 12 fráköst, án þess að missa boltann í eitt einasta skipti. „Erfitt kvöld fyrir mig. Ég verð að gera betur í að gefa tóninn og koma mér að hringnum. Mér fannst ég ekki gera neitt frábærlega í því… Þeir juku pressuna aðeins meira eftir því sem leið á leikinn. Setjið þetta á mig. Ég verð að gera betur í leik sex,“ sagði Haliburton. NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Knicks fögnuðu 111-94 sigri í Madison Square Garden en eru þó 3-2 undir í einvíginu. Þeir verða að vinna í Indianapolis annað kvöld til að jafna einvígið og knýja fram oddaleik. Towns var vel meðvitaður um að allt væri undir þegar hann velti fyrir sér hvort hann gæti spilað í gegnum meiðslin í gærkvöld. „Ég horfði til þessa leiks og vissi að þetta væri „leikur fimm eða dauði“. Það var í raun allt sem ég þurfti að vita,“ sagði Towns sem skoraði 24 stig og tók 13 fráköst í leiknum. SERIES. EXTENDED.The @nyknicks celebrate after forcing Game 6 with a win at home 🔥G6: Saturday, 5/31 at 8pm/et on TNT pic.twitter.com/bO6fd1rr4c— NBA (@NBA) May 30, 2025 Brunson skoraði 32 stig og var stigahæstur Knicks. „Mér fannst við bara spila betur. Við spiluðum eftir okkar getu,“ sagði Brunson. JALEN BRUNSON SHINES in GAME 5 ✨🌟 32 PTS🌟 5 REB🌟 5 AST🌟 4 3PMKNICKS FORCE GAME 6 in INDY! pic.twitter.com/2T0DJQFQfs— NBA (@NBA) May 30, 2025 „Núna er ekkert svigrúm fyrir mistök. Við erum með bakið uppi við vegg og allir leikir eru upp á líf og dauða. Ef að við mætum ekki með þessa orku og ákefð þá er tímabilinu okkar lokið,“ sagði Towns. Tyrese Haliburton, stjarna Indiana, hafði afar hægt um sig og endaði með aðeins átta stig og sex stoðsendingar, eftir sturlaðan leik sinn tveimur dögum áður þegar hann skoraði 30 stig, átti 15 stoðsendingar og tók 12 fráköst, án þess að missa boltann í eitt einasta skipti. „Erfitt kvöld fyrir mig. Ég verð að gera betur í að gefa tóninn og koma mér að hringnum. Mér fannst ég ekki gera neitt frábærlega í því… Þeir juku pressuna aðeins meira eftir því sem leið á leikinn. Setjið þetta á mig. Ég verð að gera betur í leik sex,“ sagði Haliburton.
NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira