Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 29. maí 2025 06:01 Á undanförnum árum hafa kröfur um aukna þjónustu og lengri opnunartíma leikskóla orðið háværari. Kröfur sem oft eru settar fram með skírskotun til þarfa foreldra og atvinnulífs, en sem í raun spegla afturför í réttindum barna og fjölskyldna. Sveigjanlegur opnunartími leikskóla er til að þóknast vinnumarkaðinum fremur en þörfum barna. Jafnrétti kynjanna er notað sem rök fyrir því að ef leikskólinn lokar of snemma bitni það á konum og þeirra starfsframa og atvinnumöguleikum. Sannarlega hallar enn á konur á atvinnumarkaði og þær bera vissulega meiri byrðar hvað varðar umönnun og heimilisstörf. Hins vegar gleymist oft þriðji aðilinn í þessari jöfnu, barnið. Leikskólinn sem samstarf – ekki afleysing Foreldrar sem taka þá ákvörðun að eignast barn bera jafna ábyrgð á uppeldi þess og umönnun. Leikskólinn er mikilvægur sem fyrsta skólastig, en hlutverk hans er að styðja við foreldra – ekki leysa þá af hólm. Þegar leikskólar verða að geymslustofnunum frá klukkan sjö að morgni til sex að kvöldi, berum við ekki lengur virðingu fyrir réttindum barna til nándar, tengsla og samveru með foreldrum sínum. Það er komin tími til að staldra við og spyrja hver réttur barna sé gagnvart samveru og umhyggju foreldra. Í ljósi umræðu síðustu daga vekur það athygli að uppi eru hugmyndir um að dvalartími barna eigi að nálgast 10 klukkustundir á dag, fyrir utan ferðir til og frá leikskóla, mun lengri tíma en mörg fullorðin verja á vinnustað. Slíkt er í hróplegu ósamræmi við kröfur verkalýðsfélaga um styttingu vinnuvikunnar fjölskyldulífi til góða. Réttur barnsins til tengsla og nándar Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi árið 2013, á hvert barn rétt á að lifa með fjölskyldu sinni (12. og 18. gr.), og að njóta umönnunar, verndar og tíma með foreldrum sínum (5. gr.). Uppeldisábyrgðin er í höndum foreldra, stjórnvöld eiga að styðja við þá ábyrgð en ekki grafa undan henni með því draga taum hagnaðardifins atvinnulífs sem eirir engu og krefst stöðugt fjarveru foreldra frá börnum sínum. Tengslarof Börn þurfa tíma með foreldrum sínum til að mynda örugg geðtengsl og þróa félagsfærni, þætti sem hafa áhrif langt fram á fullorðinsár. Rannsóknir sýna að langur dagur á stofnun, samfara takmarkaðri fjölskyldusamveru, getur haft neikvæð áhrif á tilfinningaþroska, hegðun og tengslamyndun barna. Slíkt tengslarof eykur hættu á vanlíðan, kvíða og hegðunarvanda síðar á lífsleiðinni. Fjölskyldur í forgang – ekki markaðurinn Á tímum þar sem umræðan um geðheilbrigði barna og ungmenna er brýnni en nokkru sinni, er nauðsynlegt að staldra við. Ef markmiðið er að virða réttindi barna og styðja við fjölskyldur, þá ætti áherslan að beinast að styttri en gæðaríkri leikskóladvöl. Þar þarf atvinnulífið að koma að borðinu með sveigjanlegum vinnutíma, styttri vinnuviku og auknu svigrúmi foreldra til að sinna börnum sínum. Fæðingarorlof er mannréttindi Fæðingarorlof foreldra þarf að lengja og tryggja að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu raunverulegur stuðningur sem gerir foreldrum kleift að sinna börnum sínum án þess að þurfa að bera fjárhagslegt tap. Krafan ætti ekki að vera sú að fjölskyldur aðlagi sig að kröfum markaðarins, heldur að samfélagið setji fjölskylduna í fyrsta sæti. Réttur barns til samveru og tengsla við foreldra sína á að vera óumdeildur. Í því felst raunverulegt jafnrétti. Að bæði foreldrar og börn fái rétt til samvista og að samfélagið hlúi að tengslum þeirra. Þar liggur grunnur að heilbrigðu og farsælu samfélagi – samfélagi sem styður við uppeldi og farsæld barna og dregur þar með úr framtíðarálagi á velferðarkerfin. Foreldrar ættu að stíga fram og krefjast þess að réttur þeirra til samveru við börn sín sé virtur. Það er ekki eingöngu siðferðileg krafa – heldur forsenda fyrir því að ungt fólk treysti sér til að stofna fjölskyldu. Að ala upp barn er samfélagsverkefni Réttur barna til nándar og tengsla við foreldra verður að vera leiðarljós í stefnumótun um fæðingarorlof og fjölskyldumál, ekki afgangsstærð í fjárhagsáætlun ríkisins eða skammvinnir hagsmunir atvinnulífs. Hvernig getur það talist farsælt fyrir börn að eyða meiri hluta vökutímans langt frá þeim sem elska þau mest og þekkja þau best? Án sinna nánustu bandamanna, foreldra sinna. Það er vissulega hægt að eiga bæði farsælan starfsferil og ala upp barn. En það krefst þess að samfélagið styðji við bæði hlutverkin, með leikskólum sem virða rétt barna og fjölskyldna, með sveigjanlegu vinnuumhverfi og með þeirri grundvallar viðhorfsbreytingu að uppeldi sé sameiginlegt samfélagslegt gildi, ekki einkamál foreldra eða þjónustumál leikskóla. Foreldrar þurfa að standa saman, skipta með sér verkum og axla ábyrgð á börnunum sínum, innan og utan leikskólatíma. Því við skulum ekki gleyma. Að ala upp barn er ekki hindrun, heldur eitt af dýrmætustu verkefnum sem foreldar taka að sér. Er það ekki, þegar allt kemur til alls, kjarninn í því sem við köllum farsælt samfélag? Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Fæðingarorlof Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa kröfur um aukna þjónustu og lengri opnunartíma leikskóla orðið háværari. Kröfur sem oft eru settar fram með skírskotun til þarfa foreldra og atvinnulífs, en sem í raun spegla afturför í réttindum barna og fjölskyldna. Sveigjanlegur opnunartími leikskóla er til að þóknast vinnumarkaðinum fremur en þörfum barna. Jafnrétti kynjanna er notað sem rök fyrir því að ef leikskólinn lokar of snemma bitni það á konum og þeirra starfsframa og atvinnumöguleikum. Sannarlega hallar enn á konur á atvinnumarkaði og þær bera vissulega meiri byrðar hvað varðar umönnun og heimilisstörf. Hins vegar gleymist oft þriðji aðilinn í þessari jöfnu, barnið. Leikskólinn sem samstarf – ekki afleysing Foreldrar sem taka þá ákvörðun að eignast barn bera jafna ábyrgð á uppeldi þess og umönnun. Leikskólinn er mikilvægur sem fyrsta skólastig, en hlutverk hans er að styðja við foreldra – ekki leysa þá af hólm. Þegar leikskólar verða að geymslustofnunum frá klukkan sjö að morgni til sex að kvöldi, berum við ekki lengur virðingu fyrir réttindum barna til nándar, tengsla og samveru með foreldrum sínum. Það er komin tími til að staldra við og spyrja hver réttur barna sé gagnvart samveru og umhyggju foreldra. Í ljósi umræðu síðustu daga vekur það athygli að uppi eru hugmyndir um að dvalartími barna eigi að nálgast 10 klukkustundir á dag, fyrir utan ferðir til og frá leikskóla, mun lengri tíma en mörg fullorðin verja á vinnustað. Slíkt er í hróplegu ósamræmi við kröfur verkalýðsfélaga um styttingu vinnuvikunnar fjölskyldulífi til góða. Réttur barnsins til tengsla og nándar Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi árið 2013, á hvert barn rétt á að lifa með fjölskyldu sinni (12. og 18. gr.), og að njóta umönnunar, verndar og tíma með foreldrum sínum (5. gr.). Uppeldisábyrgðin er í höndum foreldra, stjórnvöld eiga að styðja við þá ábyrgð en ekki grafa undan henni með því draga taum hagnaðardifins atvinnulífs sem eirir engu og krefst stöðugt fjarveru foreldra frá börnum sínum. Tengslarof Börn þurfa tíma með foreldrum sínum til að mynda örugg geðtengsl og þróa félagsfærni, þætti sem hafa áhrif langt fram á fullorðinsár. Rannsóknir sýna að langur dagur á stofnun, samfara takmarkaðri fjölskyldusamveru, getur haft neikvæð áhrif á tilfinningaþroska, hegðun og tengslamyndun barna. Slíkt tengslarof eykur hættu á vanlíðan, kvíða og hegðunarvanda síðar á lífsleiðinni. Fjölskyldur í forgang – ekki markaðurinn Á tímum þar sem umræðan um geðheilbrigði barna og ungmenna er brýnni en nokkru sinni, er nauðsynlegt að staldra við. Ef markmiðið er að virða réttindi barna og styðja við fjölskyldur, þá ætti áherslan að beinast að styttri en gæðaríkri leikskóladvöl. Þar þarf atvinnulífið að koma að borðinu með sveigjanlegum vinnutíma, styttri vinnuviku og auknu svigrúmi foreldra til að sinna börnum sínum. Fæðingarorlof er mannréttindi Fæðingarorlof foreldra þarf að lengja og tryggja að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu raunverulegur stuðningur sem gerir foreldrum kleift að sinna börnum sínum án þess að þurfa að bera fjárhagslegt tap. Krafan ætti ekki að vera sú að fjölskyldur aðlagi sig að kröfum markaðarins, heldur að samfélagið setji fjölskylduna í fyrsta sæti. Réttur barns til samveru og tengsla við foreldra sína á að vera óumdeildur. Í því felst raunverulegt jafnrétti. Að bæði foreldrar og börn fái rétt til samvista og að samfélagið hlúi að tengslum þeirra. Þar liggur grunnur að heilbrigðu og farsælu samfélagi – samfélagi sem styður við uppeldi og farsæld barna og dregur þar með úr framtíðarálagi á velferðarkerfin. Foreldrar ættu að stíga fram og krefjast þess að réttur þeirra til samveru við börn sín sé virtur. Það er ekki eingöngu siðferðileg krafa – heldur forsenda fyrir því að ungt fólk treysti sér til að stofna fjölskyldu. Að ala upp barn er samfélagsverkefni Réttur barna til nándar og tengsla við foreldra verður að vera leiðarljós í stefnumótun um fæðingarorlof og fjölskyldumál, ekki afgangsstærð í fjárhagsáætlun ríkisins eða skammvinnir hagsmunir atvinnulífs. Hvernig getur það talist farsælt fyrir börn að eyða meiri hluta vökutímans langt frá þeim sem elska þau mest og þekkja þau best? Án sinna nánustu bandamanna, foreldra sinna. Það er vissulega hægt að eiga bæði farsælan starfsferil og ala upp barn. En það krefst þess að samfélagið styðji við bæði hlutverkin, með leikskólum sem virða rétt barna og fjölskyldna, með sveigjanlegu vinnuumhverfi og með þeirri grundvallar viðhorfsbreytingu að uppeldi sé sameiginlegt samfélagslegt gildi, ekki einkamál foreldra eða þjónustumál leikskóla. Foreldrar þurfa að standa saman, skipta með sér verkum og axla ábyrgð á börnunum sínum, innan og utan leikskólatíma. Því við skulum ekki gleyma. Að ala upp barn er ekki hindrun, heldur eitt af dýrmætustu verkefnum sem foreldar taka að sér. Er það ekki, þegar allt kemur til alls, kjarninn í því sem við köllum farsælt samfélag? Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar