Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar 27. maí 2025 09:30 Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar