Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 25. maí 2025 18:01 Yfir 230 félagsmenn tóku þátt í aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands síðastliðinn laugardag, þar sem kosið var í allar stjórnir flokksins. Þar var skýrt val á milli tveggja leiða – og niðurstaðan var skýr: félagsfólk kaus breytingar með afgerandi meirihluta. Lagabreytingartillögur um svæðisfélög, sem færa valdið til fólksins, voru samþykktar með afgerandi meirihluta. Ný forysta hefur því tekið við með traustu umboði og skýrri sýn: að endurreisa flokkinn sem lýðræðislega fjöldahreyfingu alþýðunnar. Við viljum byggja upp opið, aðgengilegt og lifandi flokksstarf þar sem félagsfólk alls staðar af landinu hefur raunverulegt vægi. Til þess ætlum við að: ●Halda mánaðarlega stöðufundi þar sem stjórnir flokksins og kjörnir fulltrúar upplýsa félagsfólk um framvindu mála og samstilla sig í baráttunni. ●Valdefla grasrótina með raunverulegri þátttöku í ákvarðanatöku og skipulagi – ekki aðeins á pappír heldur í framkvæmd. ●Dreifa valdi með því að styðja við stofnun svæðisfélaga sem fá raunverulegt sjálfstæði og vægi í starfi flokksins. Við viljum skapa nýtt andrúmsloft þar sem fólk vinnur saman af heilindum, ræðir hreinskilnislega um ágreining og byggir sameiginlega framtíðarsýn. En fyrst og fremst viljum við flokk sem hefur þor – flokk verkafólks sem beitir sér fyrir hagsmunum almennings og bíður auðvaldinu birginn. Aðalfundurinn markaði tímamót - og gaf skýrt umboð til nýrrar vegferðar. Við bjóðum öllum félagsmönnum að taka þátt í því verkefni að endurnýja flokkinn og byggja upp flokk sem getur orðið raunverulegt vogarafl í þágu almennings. Við erum rétt að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Yfir 230 félagsmenn tóku þátt í aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands síðastliðinn laugardag, þar sem kosið var í allar stjórnir flokksins. Þar var skýrt val á milli tveggja leiða – og niðurstaðan var skýr: félagsfólk kaus breytingar með afgerandi meirihluta. Lagabreytingartillögur um svæðisfélög, sem færa valdið til fólksins, voru samþykktar með afgerandi meirihluta. Ný forysta hefur því tekið við með traustu umboði og skýrri sýn: að endurreisa flokkinn sem lýðræðislega fjöldahreyfingu alþýðunnar. Við viljum byggja upp opið, aðgengilegt og lifandi flokksstarf þar sem félagsfólk alls staðar af landinu hefur raunverulegt vægi. Til þess ætlum við að: ●Halda mánaðarlega stöðufundi þar sem stjórnir flokksins og kjörnir fulltrúar upplýsa félagsfólk um framvindu mála og samstilla sig í baráttunni. ●Valdefla grasrótina með raunverulegri þátttöku í ákvarðanatöku og skipulagi – ekki aðeins á pappír heldur í framkvæmd. ●Dreifa valdi með því að styðja við stofnun svæðisfélaga sem fá raunverulegt sjálfstæði og vægi í starfi flokksins. Við viljum skapa nýtt andrúmsloft þar sem fólk vinnur saman af heilindum, ræðir hreinskilnislega um ágreining og byggir sameiginlega framtíðarsýn. En fyrst og fremst viljum við flokk sem hefur þor – flokk verkafólks sem beitir sér fyrir hagsmunum almennings og bíður auðvaldinu birginn. Aðalfundurinn markaði tímamót - og gaf skýrt umboð til nýrrar vegferðar. Við bjóðum öllum félagsmönnum að taka þátt í því verkefni að endurnýja flokkinn og byggja upp flokk sem getur orðið raunverulegt vogarafl í þágu almennings. Við erum rétt að byrja.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar