Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 11:35 Ngan Kieu Tran frá Víetnam, og Dana Zaher og Diana Al Barouki frá Sýrlandi. FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ. Skóla- og menntamál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ.
Skóla- og menntamál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira