Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir og Sigríður Ella Jónsdóttir skrifa 22. maí 2025 09:40 Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Þessi þróun kallar á aukna meðvitund og skilning um sérstakar aðstæður og þarfir kvenna í afplánun. Konur þessar búa oft við margþættan félags- og heilsufarslegan vanda, eins og geðrænar áskoranir og áfengis- og/eða vímuefnanotkun og eiga að baki langa og flókna áfallasögu. Það sem einkennir sömuleiðis þennan hóp er að margar kvennanna eru mæður sem hafa tímabundið, eða jafnvel varanlega, misst forræði yfir börnum sínum. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líðan þeirra og fylgir því oft mikil skömm, sorg og einangrun. Konur dvelja almennt lengur í lokuðum úrræðum heldur en karlmenn því þeim býðst einungis að afplána dóma sína á Hólmsheiði eða á Sogni. Hólmsheiði er lokað úrræði og var hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þykir ekki viðeigandi sem langtímaúrræði. Hins vegar er Sogn opið úrræði en þar geta aðeins þrjár konur dvalið samtímis en átján karlmenn. Bæði Hólmsheiði og Sogn eru úrræði fyrir öll kyn. Það hefur margoft verið gagnrýnt þar sem þarfir eru ólíkar. Mikilvægt er að taka mið af kynbundnum aðstæðum og tryggja öryggi og jafnræði einstaklinga í afplánun. Mikilvægi stuðnings í og eftir afplánun Biðlistar til að afplána dóm hafa verið að lengjast en samt eru sértæk úrræði og stuðningur fyrir þennan hóp mjög takmörkuð. Aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu er brotakennt og skortur er á fjölbreyttari úrræðum. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er stuðningskerfi innan fangelsa takmarkað og þegar opinber kerfi glíma við fjárskort verða aðrir aðilar oft lykilþáttur í því að brúa bilið. Rauði krossinn á Íslandi hefur um skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum og stutt við einstaklinga sem eru í eða að ljúka afplánun. Verkefnið er að norskri fyrirmynd og byggir á þeirri trú að öll eigi rétt á tækifæri til betra lífs, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Líkt og hjá norska Rauða krossinum hefur verkefnið sýnt fram á jákvæð áhrif, t.d. betri líðan og aukin tengsl og sjálfstæði. Með stuðning sem þessum er vonin ávallt lægri endurkomutíðni en með því er hægt að koma í veg fyrir fleiri brotaþola. Frá því í lok árs 2024 hafa sjálfboðaliðar í verkefninu Aðstoð eftir afplánun veitt konum sem eru í fangelsinu á Hólmsheiði stuðning. Er verkefnið unnið í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Sjálfboðaliðarnir fara í fangelsið alla þriðjudaga á svokölluð konukvöld, þar sem áhersla er lögð á sjálfsrækt, samveru og félagsleg tengsl. Fyrir konur í afplánun getur þessi aðstoð skipt sköpum. Hún getur verið fyrsta trausta tengingin sem þær upplifa í langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningurinn byggi ekki á valdaójafnvægi eða refsingum, heldur virðingu og samhygð. Að upplifa og meðtaka slíkt getur gert endurkomu í samfélagið raunhæfa en ekki óyfirstíganlega. Sjálfboðaliðar sem líflína Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli opinberra kerfa og raunverulegra þarfa einstaklinga. Þeir veita samfellu, hlustun og nærveru þar sem kerfin ná oft ekki til, sérstaklega þegar skortur er á fjármagni og úrræðum. Fyrir konur í viðkvæmri stöðu – og þá ekki síst þær sem glíma við fjölþættan vanda, getur þessi stuðningur verið líflína. Það sem skiptir mestu máli er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, með fjölbreyttar þarfir og bakgrunn. Það er ekki aukaatriði – það er forsenda árangurs. Stuðningur eftir afplánun er sérstaklega mikilvægur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem einstaklingar standa frammi fyrir við endurkomu út í samfélagið. En þar má helst nefna þátttöku í atvinnulífi, tengsl við fjölskyldu, húsnæðismál og sjálfsvinnu. Þegar opinber kerfi ná ekki utan um þarfir einstaklinga, verða mannréttindasjónarmið og samfélagsleg samstaða enn mikilvægari. Verkefni Rauða krossins og annarra félagasamtaka er því ekki viðbót, heldur nauðsyn. Félög eins og Bjargráð sem styður fjölskyldur einstaklinga á öllum stigum afplánunar; fyrir, á meðan og eftir. Bati sem rekur tvö húsnæði - batahús þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða í lok afplánunar og Afstaða félag fanga eru meðal þeirra sem styðja við einstaklinga í afplánun og byggja þannig undir farsæla endurkomu út í samfélagið. Afstaða fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag, 22.maí. Félagið hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverki í að gæta hagsmuna dómþola og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að stuðla að því að rödd fanga fái aukið vægi í stefnumótun og á opinberum vettvangi. Oft eru þessi félög og úrræði ekki bara stoð – heldur vonarljós fyrir raunverulegar breytingar. Höfundar eru Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Þessi þróun kallar á aukna meðvitund og skilning um sérstakar aðstæður og þarfir kvenna í afplánun. Konur þessar búa oft við margþættan félags- og heilsufarslegan vanda, eins og geðrænar áskoranir og áfengis- og/eða vímuefnanotkun og eiga að baki langa og flókna áfallasögu. Það sem einkennir sömuleiðis þennan hóp er að margar kvennanna eru mæður sem hafa tímabundið, eða jafnvel varanlega, misst forræði yfir börnum sínum. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líðan þeirra og fylgir því oft mikil skömm, sorg og einangrun. Konur dvelja almennt lengur í lokuðum úrræðum heldur en karlmenn því þeim býðst einungis að afplána dóma sína á Hólmsheiði eða á Sogni. Hólmsheiði er lokað úrræði og var hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þykir ekki viðeigandi sem langtímaúrræði. Hins vegar er Sogn opið úrræði en þar geta aðeins þrjár konur dvalið samtímis en átján karlmenn. Bæði Hólmsheiði og Sogn eru úrræði fyrir öll kyn. Það hefur margoft verið gagnrýnt þar sem þarfir eru ólíkar. Mikilvægt er að taka mið af kynbundnum aðstæðum og tryggja öryggi og jafnræði einstaklinga í afplánun. Mikilvægi stuðnings í og eftir afplánun Biðlistar til að afplána dóm hafa verið að lengjast en samt eru sértæk úrræði og stuðningur fyrir þennan hóp mjög takmörkuð. Aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu er brotakennt og skortur er á fjölbreyttari úrræðum. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er stuðningskerfi innan fangelsa takmarkað og þegar opinber kerfi glíma við fjárskort verða aðrir aðilar oft lykilþáttur í því að brúa bilið. Rauði krossinn á Íslandi hefur um skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum og stutt við einstaklinga sem eru í eða að ljúka afplánun. Verkefnið er að norskri fyrirmynd og byggir á þeirri trú að öll eigi rétt á tækifæri til betra lífs, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Líkt og hjá norska Rauða krossinum hefur verkefnið sýnt fram á jákvæð áhrif, t.d. betri líðan og aukin tengsl og sjálfstæði. Með stuðning sem þessum er vonin ávallt lægri endurkomutíðni en með því er hægt að koma í veg fyrir fleiri brotaþola. Frá því í lok árs 2024 hafa sjálfboðaliðar í verkefninu Aðstoð eftir afplánun veitt konum sem eru í fangelsinu á Hólmsheiði stuðning. Er verkefnið unnið í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Sjálfboðaliðarnir fara í fangelsið alla þriðjudaga á svokölluð konukvöld, þar sem áhersla er lögð á sjálfsrækt, samveru og félagsleg tengsl. Fyrir konur í afplánun getur þessi aðstoð skipt sköpum. Hún getur verið fyrsta trausta tengingin sem þær upplifa í langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningurinn byggi ekki á valdaójafnvægi eða refsingum, heldur virðingu og samhygð. Að upplifa og meðtaka slíkt getur gert endurkomu í samfélagið raunhæfa en ekki óyfirstíganlega. Sjálfboðaliðar sem líflína Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli opinberra kerfa og raunverulegra þarfa einstaklinga. Þeir veita samfellu, hlustun og nærveru þar sem kerfin ná oft ekki til, sérstaklega þegar skortur er á fjármagni og úrræðum. Fyrir konur í viðkvæmri stöðu – og þá ekki síst þær sem glíma við fjölþættan vanda, getur þessi stuðningur verið líflína. Það sem skiptir mestu máli er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, með fjölbreyttar þarfir og bakgrunn. Það er ekki aukaatriði – það er forsenda árangurs. Stuðningur eftir afplánun er sérstaklega mikilvægur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem einstaklingar standa frammi fyrir við endurkomu út í samfélagið. En þar má helst nefna þátttöku í atvinnulífi, tengsl við fjölskyldu, húsnæðismál og sjálfsvinnu. Þegar opinber kerfi ná ekki utan um þarfir einstaklinga, verða mannréttindasjónarmið og samfélagsleg samstaða enn mikilvægari. Verkefni Rauða krossins og annarra félagasamtaka er því ekki viðbót, heldur nauðsyn. Félög eins og Bjargráð sem styður fjölskyldur einstaklinga á öllum stigum afplánunar; fyrir, á meðan og eftir. Bati sem rekur tvö húsnæði - batahús þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða í lok afplánunar og Afstaða félag fanga eru meðal þeirra sem styðja við einstaklinga í afplánun og byggja þannig undir farsæla endurkomu út í samfélagið. Afstaða fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag, 22.maí. Félagið hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverki í að gæta hagsmuna dómþola og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að stuðla að því að rödd fanga fái aukið vægi í stefnumótun og á opinberum vettvangi. Oft eru þessi félög og úrræði ekki bara stoð – heldur vonarljós fyrir raunverulegar breytingar. Höfundar eru Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar