Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir og Sigríður Ella Jónsdóttir skrifa 21. maí 2025 14:27 Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Þessi þróun kallar á aukna meðvitund og skilning um sérstakar aðstæður og þarfir kvenna í afplánun. Konur þessar búa oft við margþættan félags- og heilsufarslegan vanda, eins og geðrænar áskoranir og áfengis- og/eða vímuefnanotkun og eiga að baki langa og flókna áfallasögu. Það sem einkennir sömuleiðis þennan hóp er að margar kvennanna eru mæður sem hafa tímabundið, eða jafnvel varanlega, misst forræði yfir börnum sínum. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líðan þeirra og fylgir því oft mikil skömm, sorg og einangrun. Konur dvelja almennt lengur í lokuðum úrræðum heldur en karlmenn því þeim býðst einungis að afplána dóma sína á Hólmsheiði eða á Sogni. Hólmsheiði er lokað úrræði og var hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þykir ekki viðeigandi sem langtímaúrræði. Hins vegar er Sogn opið úrræði en þar geta aðeins þrjár konur dvalið samtímis en átján karlmenn. Bæði Hólmsheiði og Sogn eru úrræði fyrir öll kyn. Það hefur margoft verið gagnrýnt þar sem þarfir eru ólíkar. Mikilvægt er að taka mið af kynbundnum aðstæðum og tryggja öryggi og jafnræði einstaklinga í afplánun. Mikilvægi stuðnings í og eftir afplánun Biðlistar til að afplána dóm hafa verið að lengjast en samt eru sértæk úrræði og stuðningur fyrir þennan hóp mjög takmörkuð. Aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu er brotakennt og skortur er á fjölbreyttari úrræðum. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er stuðningskerfi innan fangelsa takmarkað og þegar opinber kerfi glíma við fjárskort verða aðrir aðilar oft lykilþáttur í því að brúa bilið. Rauði krossinn á Íslandi hefur um skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum og stutt við einstaklinga sem eru í eða að ljúka afplánun. Verkefnið er að norskri fyrirmynd og byggir á þeirri trú að öll eigi rétt á tækifæri til betra lífs, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Líkt og hjá norska Rauða krossinum hefur verkefnið sýnt fram á jákvæð áhrif, t.d. betri líðan og aukin tengsl og sjálfstæði. Með stuðning sem þessum er vonin ávallt lægri endurkomutíðni en með því er hægt að koma í veg fyrir fleiri brotaþola. Frá því í lok árs 2024 hafa sjálfboðaliðar í verkefninu Aðstoð eftir afplánun veitt konum sem eru í fangelsinu á Hólmsheiði stuðning. Er verkefnið unnið í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Sjálfboðaliðarnir fara í fangelsið alla þriðjudaga á svokölluð konukvöld, þar sem áhersla er lögð á sjálfsrækt, samveru og félagsleg tengsl. Fyrir konur í afplánun getur þessi aðstoð skipt sköpum. Hún getur verið fyrsta trausta tengingin sem þær upplifa í langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningurinn byggi ekki á valdaójafnvægi eða refsingum, heldur virðingu og samhygð. Að upplifa og meðtaka slíkt getur gert endurkomu í samfélagið raunhæfa en ekki óyfirstíganlega. Sjálfboðaliðar sem líflína Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli opinberra kerfa og raunverulegra þarfa einstaklinga. Þeir veita samfellu, hlustun og nærveru þar sem kerfin ná oft ekki til, sérstaklega þegar skortur er á fjármagni og úrræðum. Fyrir konur í viðkvæmri stöðu – og þá ekki síst þær sem glíma við fjölþættan vanda, getur þessi stuðningur verið líflína. Það sem skiptir mestu máli er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, með fjölbreyttar þarfir og bakgrunn. Það er ekki aukaatriði – það er forsenda árangurs. Stuðningur eftir afplánun er sérstaklega mikilvægur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem einstaklingar standa frammi fyrir við endurkomu út í samfélagið. En þar má helst nefna þátttöku í atvinnulífi, tengsl við fjölskyldu, húsnæðismál og sjálfsvinnu. Þegar opinber kerfi ná ekki utan um þarfir einstaklinga, verða mannréttindasjónarmið og samfélagsleg samstaða enn mikilvægari. Verkefni Rauða krossins og annarra félagasamtaka er því ekki viðbót, heldur nauðsyn. Félög eins og Bjargráð sem styður fjölskyldur einstaklinga á öllum stigum afplánunar; fyrir, á meðan og eftir, og Afstaða félag fanga eru meðal þeirra sem styðja við einstaklinga í afplánun og byggja þannig undir farsæla endurkomu út í samfélagið. Afstaða fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag, 22.maí. Félagið hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverki í að gæta hagsmuna dómþola og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að stuðla að því að rödd fanga fái aukið vægi í stefnumótun og á opinberum vettvangi. Oft eru þessi félög og úrræði ekki bara stoð – heldur vonarljós fyrir raunverulegar breytingar. Höfundar eru Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Þessi þróun kallar á aukna meðvitund og skilning um sérstakar aðstæður og þarfir kvenna í afplánun. Konur þessar búa oft við margþættan félags- og heilsufarslegan vanda, eins og geðrænar áskoranir og áfengis- og/eða vímuefnanotkun og eiga að baki langa og flókna áfallasögu. Það sem einkennir sömuleiðis þennan hóp er að margar kvennanna eru mæður sem hafa tímabundið, eða jafnvel varanlega, misst forræði yfir börnum sínum. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líðan þeirra og fylgir því oft mikil skömm, sorg og einangrun. Konur dvelja almennt lengur í lokuðum úrræðum heldur en karlmenn því þeim býðst einungis að afplána dóma sína á Hólmsheiði eða á Sogni. Hólmsheiði er lokað úrræði og var hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þykir ekki viðeigandi sem langtímaúrræði. Hins vegar er Sogn opið úrræði en þar geta aðeins þrjár konur dvalið samtímis en átján karlmenn. Bæði Hólmsheiði og Sogn eru úrræði fyrir öll kyn. Það hefur margoft verið gagnrýnt þar sem þarfir eru ólíkar. Mikilvægt er að taka mið af kynbundnum aðstæðum og tryggja öryggi og jafnræði einstaklinga í afplánun. Mikilvægi stuðnings í og eftir afplánun Biðlistar til að afplána dóm hafa verið að lengjast en samt eru sértæk úrræði og stuðningur fyrir þennan hóp mjög takmörkuð. Aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu er brotakennt og skortur er á fjölbreyttari úrræðum. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er stuðningskerfi innan fangelsa takmarkað og þegar opinber kerfi glíma við fjárskort verða aðrir aðilar oft lykilþáttur í því að brúa bilið. Rauði krossinn á Íslandi hefur um skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum og stutt við einstaklinga sem eru í eða að ljúka afplánun. Verkefnið er að norskri fyrirmynd og byggir á þeirri trú að öll eigi rétt á tækifæri til betra lífs, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Líkt og hjá norska Rauða krossinum hefur verkefnið sýnt fram á jákvæð áhrif, t.d. betri líðan og aukin tengsl og sjálfstæði. Með stuðning sem þessum er vonin ávallt lægri endurkomutíðni en með því er hægt að koma í veg fyrir fleiri brotaþola. Frá því í lok árs 2024 hafa sjálfboðaliðar í verkefninu Aðstoð eftir afplánun veitt konum sem eru í fangelsinu á Hólmsheiði stuðning. Er verkefnið unnið í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Sjálfboðaliðarnir fara í fangelsið alla þriðjudaga á svokölluð konukvöld, þar sem áhersla er lögð á sjálfsrækt, samveru og félagsleg tengsl. Fyrir konur í afplánun getur þessi aðstoð skipt sköpum. Hún getur verið fyrsta trausta tengingin sem þær upplifa í langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningurinn byggi ekki á valdaójafnvægi eða refsingum, heldur virðingu og samhygð. Að upplifa og meðtaka slíkt getur gert endurkomu í samfélagið raunhæfa en ekki óyfirstíganlega. Sjálfboðaliðar sem líflína Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli opinberra kerfa og raunverulegra þarfa einstaklinga. Þeir veita samfellu, hlustun og nærveru þar sem kerfin ná oft ekki til, sérstaklega þegar skortur er á fjármagni og úrræðum. Fyrir konur í viðkvæmri stöðu – og þá ekki síst þær sem glíma við fjölþættan vanda, getur þessi stuðningur verið líflína. Það sem skiptir mestu máli er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, með fjölbreyttar þarfir og bakgrunn. Það er ekki aukaatriði – það er forsenda árangurs. Stuðningur eftir afplánun er sérstaklega mikilvægur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem einstaklingar standa frammi fyrir við endurkomu út í samfélagið. En þar má helst nefna þátttöku í atvinnulífi, tengsl við fjölskyldu, húsnæðismál og sjálfsvinnu. Þegar opinber kerfi ná ekki utan um þarfir einstaklinga, verða mannréttindasjónarmið og samfélagsleg samstaða enn mikilvægari. Verkefni Rauða krossins og annarra félagasamtaka er því ekki viðbót, heldur nauðsyn. Félög eins og Bjargráð sem styður fjölskyldur einstaklinga á öllum stigum afplánunar; fyrir, á meðan og eftir, og Afstaða félag fanga eru meðal þeirra sem styðja við einstaklinga í afplánun og byggja þannig undir farsæla endurkomu út í samfélagið. Afstaða fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag, 22.maí. Félagið hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverki í að gæta hagsmuna dómþola og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að stuðla að því að rödd fanga fái aukið vægi í stefnumótun og á opinberum vettvangi. Oft eru þessi félög og úrræði ekki bara stoð – heldur vonarljós fyrir raunverulegar breytingar. Höfundar eru Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar