Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 14:03 Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun