#BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2025 09:00 Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. Tilefnið var að tilkynna mér að öll gögn sem ég hef sett á samfélagsmiðla þess verði nýtt til að þjálfa gervigreindarlíkan fyrirtækisins. Ef ég ekki andmæli innan mánuðar eða fyrir lok maí jafngildi það samþykki mínu. Hvað þýðir þetta? Öll samfélagsumræða, fjölskyldusögur, félagsstörf og áhugamál landsmanna eru að einhverju leyti á Facebook. Nútímamenning Íslendinga er þarna. Og alls kyns upplýsingar sem okkur er annt um og við teljum okkur eiga, en höfum afhent einkafyrirtæki á silfurfati. Nú ætlar þetta fyrirtæki að auka verðmæti sitt og styrkja yfirráð sín yfir heiminum með því að nota gögn sem við notendur höfum sjálfviljug látið af hendi. Er ekki rétt að staldra við? Erum við viss um að við viljum þetta? Áttum við okkur á því í hverra hendur hjartað í menningu okkar er að fara? Hafa menn ekki séð mynd af forstjóra fyrirtækisins standa í návígi við stjórnarherra sem eru á hraðleið að gera Bandaríkin að einræðisríki? Ef það gerist er hætt við að hið nýja gerfigreindarlíkan verði að framlengdum armi fasismans. Þá getur hið nýja vöktunarríki talað við okkur á lýtalausri nútímaíslensku – þekkt og skilið okkar innstu drauma og þrár. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022 í kjölfar eigendaskipta. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti bannað fyrirtækinu að nýta gögn þeirra til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Gervigreind Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. Tilefnið var að tilkynna mér að öll gögn sem ég hef sett á samfélagsmiðla þess verði nýtt til að þjálfa gervigreindarlíkan fyrirtækisins. Ef ég ekki andmæli innan mánuðar eða fyrir lok maí jafngildi það samþykki mínu. Hvað þýðir þetta? Öll samfélagsumræða, fjölskyldusögur, félagsstörf og áhugamál landsmanna eru að einhverju leyti á Facebook. Nútímamenning Íslendinga er þarna. Og alls kyns upplýsingar sem okkur er annt um og við teljum okkur eiga, en höfum afhent einkafyrirtæki á silfurfati. Nú ætlar þetta fyrirtæki að auka verðmæti sitt og styrkja yfirráð sín yfir heiminum með því að nota gögn sem við notendur höfum sjálfviljug látið af hendi. Er ekki rétt að staldra við? Erum við viss um að við viljum þetta? Áttum við okkur á því í hverra hendur hjartað í menningu okkar er að fara? Hafa menn ekki séð mynd af forstjóra fyrirtækisins standa í návígi við stjórnarherra sem eru á hraðleið að gera Bandaríkin að einræðisríki? Ef það gerist er hætt við að hið nýja gerfigreindarlíkan verði að framlengdum armi fasismans. Þá getur hið nýja vöktunarríki talað við okkur á lýtalausri nútímaíslensku – þekkt og skilið okkar innstu drauma og þrár. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022 í kjölfar eigendaskipta. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti bannað fyrirtækinu að nýta gögn þeirra til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun