Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. maí 2025 23:17 Hannes S. Jónsson. VÍSIR/VILHELM Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu. Hannes hefur starfað fyrir KKÍ lengur en elstu menn, og konur, muna. Hann veit vel hversu mörg hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að gera Ísland að því íþróttaundri sem það er. Var það umræðuefni hans þegar hann steig upp í pontu. „Virðulegi forseti. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekkt,“ segir Hannes meðal annars í ræðu sinni. Hannes segir lykilinn að „gróskumiklu íþróttastarfi Íslands“ sé sjálfboðaliðinn. „Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins.“ „Án ykkar væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar. Við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin deilast á fáa aðila. En samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda okkur af.“ Þá minntist Hannes á hversu mikilvægar íþróttir eru þegar kemur að forvörnum og hvaða hlutverk þær hafa í að móta ungviði landsins. „Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum. Hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk.“ „Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi.“ Ræðuna í heild sinni má bæði lesa á vef Alþingis sem og það má horfa á hana á vefnum. Körfubolti KKÍ Alþingi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Hannes hefur starfað fyrir KKÍ lengur en elstu menn, og konur, muna. Hann veit vel hversu mörg hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að gera Ísland að því íþróttaundri sem það er. Var það umræðuefni hans þegar hann steig upp í pontu. „Virðulegi forseti. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekkt,“ segir Hannes meðal annars í ræðu sinni. Hannes segir lykilinn að „gróskumiklu íþróttastarfi Íslands“ sé sjálfboðaliðinn. „Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins.“ „Án ykkar væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar. Við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin deilast á fáa aðila. En samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda okkur af.“ Þá minntist Hannes á hversu mikilvægar íþróttir eru þegar kemur að forvörnum og hvaða hlutverk þær hafa í að móta ungviði landsins. „Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum. Hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk.“ „Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi.“ Ræðuna í heild sinni má bæði lesa á vef Alþingis sem og það má horfa á hana á vefnum.
Körfubolti KKÍ Alþingi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira