Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. maí 2025 22:01 Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Heimilisofbeldi Eldri borgarar Flokkur fólksins Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar