Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 13. maí 2025 14:01 Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar