Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 13. maí 2025 14:01 Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar