„Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2025 14:24 Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu í dag. EPA/MARK R. CRISTIN Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið. Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika. Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika.
Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira