Lífið

Katrín Tanja og Brooks til­kynna kynið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Parið á von á sínu fyrsta barni í haust.
Parið á von á sínu fyrsta barni í haust.

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, og unnusti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, eiga von á stúlku í haust. 

Parið tilkynnti gleðifréttirnar með fallegu myndskeiði á Instagram í dag, þar sem hundurinn þeirra, Koda, sést með bleikan hálskút, til merkis um kyn barnsins.

Brooks taldi upphaflega að þau ættu von á dreng, en Katrín Tanja var sannfærð um að stelpa væri á leiðinni.

Parið trúlofaði sig í desember síðastliðnum og hefur verið saman frá árinu 2021. Trúlofunin vakti mikla athygli í erlendum miðlum, þar á meðal People, E! News og Daily Mail.

Katrín Tanja og Brooks eru búsett í Idaho-fylki í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og á von á sínu fyrsta barni í haust.

Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og unnusti hennar, Brooks Laich fyrrverandi hokkíleikmaður, syrgja ferfætlinginn Theo sem lést skyndilega þann 4. mars síðastliðinn. Katrín Tanja greinir frá tíðindunum í færslu á Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.