Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 2. maí 2025 07:45 Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Óréttlætið birtist í því að börn fara svöng að sofa sökum fátæktar, að kvótakóngar sópa til sín auðinn af sameiginlegri auðlind, að hagkvæmara er að fjárfesta í húsnæði en hlutabréfum, að ásættanlegt þyki að leigja út kolakjallara sem híbýli. Óréttlætið birtist í brotalömum heilbrigðisþjónustunnar, í viðvarandi vanfjármögnun. Óréttlætið er allt umlykjandi, hjá stjórnvöldum sem segja að þeir ríkustu eigi að greiða núll af fjármagnstekjum sínum til nærsamfélagsins á meðan öryrkjum er gert að lifa á lofti. Óréttlætið birtist í biðlistum eftir grunnþjónustu, biðlistum sem bitna á þeim sem bíða og búa til fleiri biðlista annars staðar í kerfinu. Það kostar að vera fátækur, það kostar að eiga við afleiðingarnar, það kostar þegar þú átt ekki fyrir því að vera til. Óréttlætið er staðreynd, fjötrar sem þarf að brjóta. Til að byggja upp gott samfélag þarf að laga það sem er bilað. Sósíalistar vita að til þess þarf að hlusta á fólkið með reynsluna. Á þeim átta árum sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið til, hafa sósíalistar verið í borgarstjórn í tæp sjö ár. Fyrst í minnihluta með einn kjörinn borgarfulltrúa og síðan hafa sósíalistar bætt við sig og náð inn tveimur kjörnum fulltrúum. Sósíalistar hafa farið úr því að vera í minnihluta yfir í að vera skyndilega í meirihluta. Í viðræðum sem leiddu til þess samstarfs lögðu sósíalistar í borgarstjórn m.a. áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Þegar 1. maí er liðinn mun ég mæta til starfa og eiga samtal við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er á dagskrá 2. maí. Slíkt er liður í því að útfæra þetta reglulega samtal við verkalýðshreyfinguna. Hlakka ég til sem og til næstu ára með Sósíalistaflokknum, sama hvernig viðrar, stöndum við föst á því að útrýma þarf óréttlætinu. Baráttukveðjur á baráttudegi verkalýðsins og hamingjuóskir á afmælisdegi Sósíalistahreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Óréttlætið birtist í því að börn fara svöng að sofa sökum fátæktar, að kvótakóngar sópa til sín auðinn af sameiginlegri auðlind, að hagkvæmara er að fjárfesta í húsnæði en hlutabréfum, að ásættanlegt þyki að leigja út kolakjallara sem híbýli. Óréttlætið birtist í brotalömum heilbrigðisþjónustunnar, í viðvarandi vanfjármögnun. Óréttlætið er allt umlykjandi, hjá stjórnvöldum sem segja að þeir ríkustu eigi að greiða núll af fjármagnstekjum sínum til nærsamfélagsins á meðan öryrkjum er gert að lifa á lofti. Óréttlætið birtist í biðlistum eftir grunnþjónustu, biðlistum sem bitna á þeim sem bíða og búa til fleiri biðlista annars staðar í kerfinu. Það kostar að vera fátækur, það kostar að eiga við afleiðingarnar, það kostar þegar þú átt ekki fyrir því að vera til. Óréttlætið er staðreynd, fjötrar sem þarf að brjóta. Til að byggja upp gott samfélag þarf að laga það sem er bilað. Sósíalistar vita að til þess þarf að hlusta á fólkið með reynsluna. Á þeim átta árum sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið til, hafa sósíalistar verið í borgarstjórn í tæp sjö ár. Fyrst í minnihluta með einn kjörinn borgarfulltrúa og síðan hafa sósíalistar bætt við sig og náð inn tveimur kjörnum fulltrúum. Sósíalistar hafa farið úr því að vera í minnihluta yfir í að vera skyndilega í meirihluta. Í viðræðum sem leiddu til þess samstarfs lögðu sósíalistar í borgarstjórn m.a. áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Þegar 1. maí er liðinn mun ég mæta til starfa og eiga samtal við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er á dagskrá 2. maí. Slíkt er liður í því að útfæra þetta reglulega samtal við verkalýðshreyfinguna. Hlakka ég til sem og til næstu ára með Sósíalistaflokknum, sama hvernig viðrar, stöndum við föst á því að útrýma þarf óréttlætinu. Baráttukveðjur á baráttudegi verkalýðsins og hamingjuóskir á afmælisdegi Sósíalistahreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun