Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar 2. maí 2025 09:02 Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Atvinnurekendur ASÍ Sunna Arnardóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar