Innlent

Eitt glæsi­legasta hrossaræktar­bú landsins til sölu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fet í Holtum í Rangárvallasýslu er eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins.
Fet í Holtum í Rangárvallasýslu er eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins. Fasteignavefur

Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins.

Í auglýsingunni segir að hér sé tækifæri fyrir fjársterka aðila að eignast hrossaræktarbú í fullum rekstri.

„Gripalisti (hrossalisti) er aðgengilegur hjá fasteignasala. Hryssuhópurinn státar af stærstum hluta fyrstu verðlauna merum og eru margar þeirra með bestu ræktunarhryssum landsins og hafa sumar þeirra unnið Landsmót.„

„Tryppin á búinu eru undan þessum hryssum og háttdæmdum fyrstu verðlauna stóðhestum. Hrossaræktin á Feti hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár, þar sem hross frá búinu hafa staðið sig vel á öllum sviðum hestamennskunnar,“ segir í auglýsingunni.

Þar segir enn fremur að jörðin sé gríðarlega vel staðsett þar sem hún liggi að Þjóðvegi 1. Á bænum hafi verið stunduð hrossarækt frá stofnun lögbýlisins og um sé að ræða eitt virtasta og eftirsóttasta hrossaræktarbú landsins.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Fasteignavefur
Fasteignavefur
Fasteignavefur
Fasteignavefur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×