Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar 16. apríl 2025 18:30 Tilvitnunin í fyrirsögn er úr ræðu Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns, sem hann flutti þann 18. mars sl. á Alþingi þegar frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála var til umræðu. Í frumvarpinu er m.a. verið að breyta því að jafnlaunavottun verði skyldubundin í að vera valkvæð. Í ræðu sinni sagði Karl Gauti jafnframt: „Hverjir gætu hugsanlega verið á móti þessu máli og hafa hagsmuni af því? Það er fyrst og fremst ráðgjafafyrirtæki og eftirlitsstofnanir og sérfræðingar sem fá tekjur af úttektum og skýrslugerð. Fyrirtæki og starfsfólk fá hins vegar takmarkaðan ávinning á meðan þau sitja uppi með kostnað og skrifræði.“ Sigríður Á. Andersen sagði við sama tilefni: „ Það verður svo sem ekki annað sagt en að þetta hafi verið atvinnuskapandi, jafnlaunavottunin, fyrir suma. Fyrir ráðgjafarfyrirtæki sem eru auðvitað komin núna á, ég ætla ekki að segja spenann, …, en það er augljóst að einhver fyrirtæki eru kannski orðin háð þessu lögbundna opinbera inngripi sem jafnlaunavottunin er. Og þótt þetta sé atvinnuskapandi, eins og ég nefni, þá ætla ég að leyfa mér að fullyrða að þetta er ekki verðmætaskapandi. Það eru engin verðmæti sem fást fyrir þennan pening sem fyrirtækin eru að eyða til að uppfylla löggjöf um jafnlaunavottun.“ Og lokatilvitnun í þessar umræður er í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þar sem hann er að svara Sigmari Guðmundssyni, sem virðist vera mjög upptekinn af því að Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn þegar þetta gæluverkefni Viðreisnar var lögbundið: „Þetta er séríslensk þvæla. Og hver eru rök Viðreisnar fyrir að viðhalda þessu? Jú, við vorum í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Bíddu, ha? Já, við verðum að halda þessu áfram. Af hverju? Af því að við vorum í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hafið þið lesið atkvæðaskýringarnar? Bíddu, og hvað? Á ég að segja það við atvinnurekandann sem segir við mig: Fyrirgefðu, það er búið að sýna að þetta skilar engu. Þetta kostar ógeðslega mikið, þetta er svakaleg vinna. Við erum með eftirlitsstofnun á bakinu. Við erum að reyna að búa til verðmæti, við erum að þjónusta viðskiptavini okkar, en við erum með eftirlitsmenn á bakinu. Þið settuð þetta á, af hverju fer þetta ekki af? Ja, hv. þingmenn virðast vera að segja að þetta sé út af því að Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn þegar þetta var samþykkt. Ég er alveg sannfærður um að þá segja atvinnurekendur: Já, að sjálfsögðu, ekkert mál. Auðvitað verðum við áfram með þessa séríslensku ruglreglubyrði, af því að þetta eru svo sterk rök fyrir því.“ Ástæða þess að ég sting niður fingrum á lyklaborð og vitna í þessar þingræður er tölvupóstur sem ég sendi í morgun, 16. apríl, á starfsmann eins af vottunaraðilunum sem græða á skyldunni til jafnlaunavottunar. Þar virðist ég í niðurlagi póstsins hafa haft Viðreisn fyrir rangri sök. Því með því að skoða ræður Sigmars þann 18. mars sl. er ekki annað að sjá en að hann sé sammála öðrum sem tóku til máls um að það þurfi að lagfæra lögin og sníða af þeim vankanta. Og ef ég skyldi orð hans rétt þá er Viðreisn því sammála að jafnlaunavottun eigi ekki að vera lögbundin skylda, þótt honum sé mikið í mun að spyrða Sjálfstæðisflokkinn við þessi ólög, væntanlega til að gera þann flokk samsekan um setningu þeirra. Enda baðst Guðlaugur Þór afsökunar á þátttöku Sjálfstæðisflokksins við að setja lögin með þessum orðum: „En jú, við gerðum þennan stjórnarsáttmála, það er bara þannig. Ég vil bara að biðjast afsökunar á því að hafa verið í ríkisstjórn, ekki hvað annað varðar en alla vega hvað þennan þátt varðar og biðst bara opinberlega afsökunar á því að hafa komið þessu íslenska rugli á.“ Orðaskipti mín við starfsmann vottunaraðilans má rekja til síðasta sumars eftir að fyrirtækið sem ég starfa hjá gerði samning við viðkomandi vottunaraðila um að gera jafnlaunvottun hjá fyrirtækinu. Í samningnum var kveðið á um að fram ætti að fara svokölluð „millivottun“ árin tvö sem líða á milli jafnlaunavottunar og endurnýjunar hennar. Hvor millivottun fyrir sig var verðlögð á rúmlega þrjúhundruðþúsund og er þá ekki talinn með kostnaður fyrirtækisins við vinnu eigin starfsmanna. Ég gerði athugasemd við þessa millivottun og vildi sleppa við hana og þann kostnað sem fylgir. Það vildi vottunaraðilinn ekki samþykkja og benti á Jafnréttisstofu. Mál þróuðust þannig að umboðsmaður Alþingis tók málið til skoðunar, sbr. https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/10381/skoda/mal/ Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var sú að hann lauk máli sínu á grundvelli svara frá forsætisráðuneytinu sem boðaði ráðagerð um að hefja endurskoðun á vottunarferlinu, m.a. að því er lýtur að árlegum milliúttektum og því hvort hægt sé að undanskilja kröfu um millúttektir skv. staðlinum ISO 17021. Um þessa niðurstöðu var vottunaraðilinn upplýstur. Og í síðustu viku barst erindi frá vottunaraðilanum um að nú vildi hann tímasetja millivottun á næstu vikum. Því boði var hafnað og hófust þá nokkur tölvupóstsamskipti um málið og í morgun var staða málsins, eins og hún horfir við fyrirtækinu, útskýrð fyrir vottunaraðilanum með þessum hætti: „… Síðast þegar þú ráðlagðir mér að hafa sambandi við Jafnréttisstofu gerði ég það. Þar var bent á forsætisráðuneytið og ég snéri mér þangað. Fyrsta svar þaðan var afar loðið og ófullnægjandi þannig að ég snéri mér til umboðsmanns Alþingis. Forsætisráðuneytið svaraði honum með skilmerkilegri hætti en mér. Í því svari kom fram að eina lagaskilyrðið sem væri fyrir hendi um jafnlaunvottun kvæði á um að jafnlaunakerfi þyrfti að uppfylla kröfur staðalsins ÍST 85:2012 til að hljóta vottun og að þessa vottun þurfi að endurnýja á þriggja ára fresti. Þið eruð búin að votta að jafnlaunakerfi okkar uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og skv. lögunum eigum við að láta endurnýja þá vottun árið 2027. Í svari forsætisráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis kom einnig fram að með vísun í staðalinn ISO 17021 í reglugerð nr. 1030/2017, sem snýr að aðkomu vottunaraðila – ykkar, hafi ekki verið stefnt að því að leggja auknar kröfur á fyrirtæki og stofnanir enda þurfi íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda að byggja á skýrri heimild í lögum. Staðan er sú að það er ekki heimild í lögum, eins og þau nú eru, til að íþyngja fyrirtækjum með því að skylda þau til að láta fara fram millivottun með tilheyrandi kostnaði. Sú skrýtna staða er hins vegar uppi að sú krafa er gerð á vottunaraðila skv. staðlinum ISO 17021, sem vísað er til í reglugerð nr. 1030/2017, að vottunaraðilar framkvæmi þessa millivottun. Þetta tvennt stangast á. En nú er ég búinn að fara þá leið sem þú bentir mér á og fá fram þá niðurstöðu að okkur beri ekki að láta þessa millivottun fara fram. Það er því komið að ykkur að fá úr því leyst hvernig dómsmálaráðuneytið vill leysa úr þessu fyrir ykkur og með ykkur. En auðvitað blasir við hvernig pólitíkin mun vilja leysa úr málinu – ekki síst þar sem höfundar lagaskyldunnar, Viðreisn, sitja nú í ríkisstjórn. Þeir munu einfaldlega bæta þessari skyldu við í lögin. En á meðan það hefur ekki verið gert þætti mér vænt um að fá að vera í friði fyrir ykkur.“ Eftir að ég upplýsti um þennan póst innandyra var mér bent á að málið hefði verið á dagskrá Alþingis þann 18. mars sl., en af því hafði ég misst. Ég hvet þingheim til dáða með að afnema þessa lagskyldu sem allra fyrst þannig að þessari vitleysu fari að ljúka. Og fer með hljóða bæn um að engum detti til hugar að lögbinda millvottanir. Höfundur er lögmaður VHE ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Gunnar Ármannsson Kjaramál Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Tilvitnunin í fyrirsögn er úr ræðu Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns, sem hann flutti þann 18. mars sl. á Alþingi þegar frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála var til umræðu. Í frumvarpinu er m.a. verið að breyta því að jafnlaunavottun verði skyldubundin í að vera valkvæð. Í ræðu sinni sagði Karl Gauti jafnframt: „Hverjir gætu hugsanlega verið á móti þessu máli og hafa hagsmuni af því? Það er fyrst og fremst ráðgjafafyrirtæki og eftirlitsstofnanir og sérfræðingar sem fá tekjur af úttektum og skýrslugerð. Fyrirtæki og starfsfólk fá hins vegar takmarkaðan ávinning á meðan þau sitja uppi með kostnað og skrifræði.“ Sigríður Á. Andersen sagði við sama tilefni: „ Það verður svo sem ekki annað sagt en að þetta hafi verið atvinnuskapandi, jafnlaunavottunin, fyrir suma. Fyrir ráðgjafarfyrirtæki sem eru auðvitað komin núna á, ég ætla ekki að segja spenann, …, en það er augljóst að einhver fyrirtæki eru kannski orðin háð þessu lögbundna opinbera inngripi sem jafnlaunavottunin er. Og þótt þetta sé atvinnuskapandi, eins og ég nefni, þá ætla ég að leyfa mér að fullyrða að þetta er ekki verðmætaskapandi. Það eru engin verðmæti sem fást fyrir þennan pening sem fyrirtækin eru að eyða til að uppfylla löggjöf um jafnlaunavottun.“ Og lokatilvitnun í þessar umræður er í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þar sem hann er að svara Sigmari Guðmundssyni, sem virðist vera mjög upptekinn af því að Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn þegar þetta gæluverkefni Viðreisnar var lögbundið: „Þetta er séríslensk þvæla. Og hver eru rök Viðreisnar fyrir að viðhalda þessu? Jú, við vorum í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Bíddu, ha? Já, við verðum að halda þessu áfram. Af hverju? Af því að við vorum í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hafið þið lesið atkvæðaskýringarnar? Bíddu, og hvað? Á ég að segja það við atvinnurekandann sem segir við mig: Fyrirgefðu, það er búið að sýna að þetta skilar engu. Þetta kostar ógeðslega mikið, þetta er svakaleg vinna. Við erum með eftirlitsstofnun á bakinu. Við erum að reyna að búa til verðmæti, við erum að þjónusta viðskiptavini okkar, en við erum með eftirlitsmenn á bakinu. Þið settuð þetta á, af hverju fer þetta ekki af? Ja, hv. þingmenn virðast vera að segja að þetta sé út af því að Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn þegar þetta var samþykkt. Ég er alveg sannfærður um að þá segja atvinnurekendur: Já, að sjálfsögðu, ekkert mál. Auðvitað verðum við áfram með þessa séríslensku ruglreglubyrði, af því að þetta eru svo sterk rök fyrir því.“ Ástæða þess að ég sting niður fingrum á lyklaborð og vitna í þessar þingræður er tölvupóstur sem ég sendi í morgun, 16. apríl, á starfsmann eins af vottunaraðilunum sem græða á skyldunni til jafnlaunavottunar. Þar virðist ég í niðurlagi póstsins hafa haft Viðreisn fyrir rangri sök. Því með því að skoða ræður Sigmars þann 18. mars sl. er ekki annað að sjá en að hann sé sammála öðrum sem tóku til máls um að það þurfi að lagfæra lögin og sníða af þeim vankanta. Og ef ég skyldi orð hans rétt þá er Viðreisn því sammála að jafnlaunavottun eigi ekki að vera lögbundin skylda, þótt honum sé mikið í mun að spyrða Sjálfstæðisflokkinn við þessi ólög, væntanlega til að gera þann flokk samsekan um setningu þeirra. Enda baðst Guðlaugur Þór afsökunar á þátttöku Sjálfstæðisflokksins við að setja lögin með þessum orðum: „En jú, við gerðum þennan stjórnarsáttmála, það er bara þannig. Ég vil bara að biðjast afsökunar á því að hafa verið í ríkisstjórn, ekki hvað annað varðar en alla vega hvað þennan þátt varðar og biðst bara opinberlega afsökunar á því að hafa komið þessu íslenska rugli á.“ Orðaskipti mín við starfsmann vottunaraðilans má rekja til síðasta sumars eftir að fyrirtækið sem ég starfa hjá gerði samning við viðkomandi vottunaraðila um að gera jafnlaunvottun hjá fyrirtækinu. Í samningnum var kveðið á um að fram ætti að fara svokölluð „millivottun“ árin tvö sem líða á milli jafnlaunavottunar og endurnýjunar hennar. Hvor millivottun fyrir sig var verðlögð á rúmlega þrjúhundruðþúsund og er þá ekki talinn með kostnaður fyrirtækisins við vinnu eigin starfsmanna. Ég gerði athugasemd við þessa millivottun og vildi sleppa við hana og þann kostnað sem fylgir. Það vildi vottunaraðilinn ekki samþykkja og benti á Jafnréttisstofu. Mál þróuðust þannig að umboðsmaður Alþingis tók málið til skoðunar, sbr. https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/10381/skoda/mal/ Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var sú að hann lauk máli sínu á grundvelli svara frá forsætisráðuneytinu sem boðaði ráðagerð um að hefja endurskoðun á vottunarferlinu, m.a. að því er lýtur að árlegum milliúttektum og því hvort hægt sé að undanskilja kröfu um millúttektir skv. staðlinum ISO 17021. Um þessa niðurstöðu var vottunaraðilinn upplýstur. Og í síðustu viku barst erindi frá vottunaraðilanum um að nú vildi hann tímasetja millivottun á næstu vikum. Því boði var hafnað og hófust þá nokkur tölvupóstsamskipti um málið og í morgun var staða málsins, eins og hún horfir við fyrirtækinu, útskýrð fyrir vottunaraðilanum með þessum hætti: „… Síðast þegar þú ráðlagðir mér að hafa sambandi við Jafnréttisstofu gerði ég það. Þar var bent á forsætisráðuneytið og ég snéri mér þangað. Fyrsta svar þaðan var afar loðið og ófullnægjandi þannig að ég snéri mér til umboðsmanns Alþingis. Forsætisráðuneytið svaraði honum með skilmerkilegri hætti en mér. Í því svari kom fram að eina lagaskilyrðið sem væri fyrir hendi um jafnlaunvottun kvæði á um að jafnlaunakerfi þyrfti að uppfylla kröfur staðalsins ÍST 85:2012 til að hljóta vottun og að þessa vottun þurfi að endurnýja á þriggja ára fresti. Þið eruð búin að votta að jafnlaunakerfi okkar uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og skv. lögunum eigum við að láta endurnýja þá vottun árið 2027. Í svari forsætisráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis kom einnig fram að með vísun í staðalinn ISO 17021 í reglugerð nr. 1030/2017, sem snýr að aðkomu vottunaraðila – ykkar, hafi ekki verið stefnt að því að leggja auknar kröfur á fyrirtæki og stofnanir enda þurfi íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda að byggja á skýrri heimild í lögum. Staðan er sú að það er ekki heimild í lögum, eins og þau nú eru, til að íþyngja fyrirtækjum með því að skylda þau til að láta fara fram millivottun með tilheyrandi kostnaði. Sú skrýtna staða er hins vegar uppi að sú krafa er gerð á vottunaraðila skv. staðlinum ISO 17021, sem vísað er til í reglugerð nr. 1030/2017, að vottunaraðilar framkvæmi þessa millivottun. Þetta tvennt stangast á. En nú er ég búinn að fara þá leið sem þú bentir mér á og fá fram þá niðurstöðu að okkur beri ekki að láta þessa millivottun fara fram. Það er því komið að ykkur að fá úr því leyst hvernig dómsmálaráðuneytið vill leysa úr þessu fyrir ykkur og með ykkur. En auðvitað blasir við hvernig pólitíkin mun vilja leysa úr málinu – ekki síst þar sem höfundar lagaskyldunnar, Viðreisn, sitja nú í ríkisstjórn. Þeir munu einfaldlega bæta þessari skyldu við í lögin. En á meðan það hefur ekki verið gert þætti mér vænt um að fá að vera í friði fyrir ykkur.“ Eftir að ég upplýsti um þennan póst innandyra var mér bent á að málið hefði verið á dagskrá Alþingis þann 18. mars sl., en af því hafði ég misst. Ég hvet þingheim til dáða með að afnema þessa lagskyldu sem allra fyrst þannig að þessari vitleysu fari að ljúka. Og fer með hljóða bæn um að engum detti til hugar að lögbinda millvottanir. Höfundur er lögmaður VHE ehf.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar