Kauphöllin réttir við sér Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 10:19 Miklar hræringar hafa verið á hlutabréfamörkuðum að undanförnu. vísir/vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er farinn að rétta úr kútnum eftir talsverðar lækkanir að undanförnu. Virði bréfa í öllum skráðum félögum hækkaði við opnun markaða í morgun og hefur Alvotech hækkað mest eða um 14,50%. Næst kemur Oculis með 12,37% hækkun og JBT Marel sem hafði farið upp um 9,76% þegar þetta er skrifað. OMX 15-vísitalan hefur hækkað um 5,46% og er nú komin upp fyrir það sem hún var föstudaginn 4. apríl. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku stóraukinna innflutningstolla. Í kjölfarið sást ein mesta hækkun hlutabréfaverðs í sögu Wall Street en stefnubreyting forsetans nær ekki til innflutnings frá Kína. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Áfram verður 25 prósent tollur settur á alla innflutta bíla, stál og ál frá öðrum ríkjum en Kína. Ekki enn náð sér á strik Hlutabréfamarkaðir tóku talsverða dýfu víða um heim eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti umfangsmiklar hækkanir tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Þrátt fyrir hækkunina í morgun er íslenska OMX 15-vísitalan enn 7,76% lægri en hún var við lokun markaða þann 2. apríl, skömmu áður en Trump tilkynnti tollahækkanir sínar. Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að gera hlé á tollunum og sáust hækkanir í flestum kauphöllum í gær og morgun eftir miklar lækkanir síðustu daga. Hlutabréfagreinandinn Snorri Jakobsson sagði á mánudag að lítil rök væru á bak við lækkanir margra íslenskra félaga, til að mynda þeirra sem hafa litla sem enga tengingu við Bandaríkjamarkað. Verðlækkanirnar megi að hans mati rekja til þess að fjárfestar hafi leitast við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem beri mikla áhættu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kauphöllin Tengdar fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35 Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Næst kemur Oculis með 12,37% hækkun og JBT Marel sem hafði farið upp um 9,76% þegar þetta er skrifað. OMX 15-vísitalan hefur hækkað um 5,46% og er nú komin upp fyrir það sem hún var föstudaginn 4. apríl. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku stóraukinna innflutningstolla. Í kjölfarið sást ein mesta hækkun hlutabréfaverðs í sögu Wall Street en stefnubreyting forsetans nær ekki til innflutnings frá Kína. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Áfram verður 25 prósent tollur settur á alla innflutta bíla, stál og ál frá öðrum ríkjum en Kína. Ekki enn náð sér á strik Hlutabréfamarkaðir tóku talsverða dýfu víða um heim eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti umfangsmiklar hækkanir tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Þrátt fyrir hækkunina í morgun er íslenska OMX 15-vísitalan enn 7,76% lægri en hún var við lokun markaða þann 2. apríl, skömmu áður en Trump tilkynnti tollahækkanir sínar. Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að gera hlé á tollunum og sáust hækkanir í flestum kauphöllum í gær og morgun eftir miklar lækkanir síðustu daga. Hlutabréfagreinandinn Snorri Jakobsson sagði á mánudag að lítil rök væru á bak við lækkanir margra íslenskra félaga, til að mynda þeirra sem hafa litla sem enga tengingu við Bandaríkjamarkað. Verðlækkanirnar megi að hans mati rekja til þess að fjárfestar hafi leitast við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem beri mikla áhættu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kauphöllin Tengdar fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35 Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35
Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20