‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar 8. apríl 2025 12:02 Og þá meina ég orðið ‘vók’. Það er nefnilega fátt sem gerir uppbyggileg samskipti erfiðari en það þegar fólk skilur ekki orð á sama hátt. Eitt svæsnasta dæmið um slíkt orð á síðari árum er ‘vók’ (e. woke). Það er að mínu viti nýjasta tilraun harða hægrisins til þess að stjórna orðræðunni um sína andstæðinga. Ég veit að þeir bjuggu ekki orðið til, en þeir völdu það sérstaklega, eitt af af ótal orðum sem fólk notar, og gerðu það að aðal-merkimiðanum yfir alla andstæðinga sína, og létu upprunanlegu skilgreininguna gleymast. Fyrri tilraunir til slíkrar stjórnunar á því hvernig andstæðingar þeirra eru skilgreindir erlendis eru til dæmis ‘Political correctness’ (pólitísk rétthugsun), ‘social justice warrior’(réttlætisriddari) og á íslandi má nefna ‘góða fólkið’ og ‘latte-lepjandi lopatreflar’ Grunn vandamálið er að það er aldrei skilgreint nákvæmlega hvað ‘vók’ þýðir, það er mjög þægilegt fyrir þau sem nota það mest, þá geta sem flestir notað það eftir sínu höfði. Fyrir einhverjum sem eru á móti ‘vók’ þýðir það að þeim finnst réttindabarátta hinsegin fólks hafa gengið of langt, og sjá þetta á síðari árum sérstaklega sem andstöðu við trans fólk. Donald Trump og Elon Must eru gott dæmi um það. Fyrir öðrum snýst þetta meira um andstöðu við baráttu gegn loftslagsbreytingum, andstöðu við kvenréttindi eða femínisma, trúleysi, jafnvel borgarlínu hefur verið lýst af sumum sem ‘vók’. Ef ég geri hins vegar góða tilraun til að skilja rétt þau sem ganga þó lengst í að skilgreina það, í sinni andstöðu, má kannski lýsa því þannig að þau sjái ‘vók’ sem pólitískan rétttrúnað, innihaldslausa gervi-hugsjónamennsku og dygðaskreytingu, og sem einhvers konar hugmyndafræði skoðanakúgunar eða slaufunar, en ég kannast ekki við að nein af þeim sem eru iðulega orðuð við ‘vók’ið vilji skoðanakúgun. Málið er nefnilega að fólkið sem er kallað ‘vók’ kallar sig það ekki sjálft, nema mögulega á allra síðustu misserum í einhverjum mótþróa, til að endurheimta orðið. Ef ég reyni að skilja orðið frá mínum bæjardyrum, þá þýðir það bara að sýna fólki virðingu, kunna að meta fjölbreytileika, og vera vakandi fyrir óréttlæti og tilbúin til að berjast gegn því. Þetta er orð sem er einfaldlega valið af harðasta hægrinu erlendis til þess að lýsa okkur, af því það hjálpar þeim að lýsa okkur í sem neikvæðastri mynd, sem þeir stjórna. Við sem erum kölluð ‘vók’ veljum okkur það ekki sjálf, það eru andstæðingar okkar sem velja það, og af því þeir velja hver það eru sem eru holdgervingar ‘vóksins’ hverju sinni, þá geta þeir valið erfiðustu dæmin, frekasta fólkið, þau sem hafa verstan málstað, fara harðast fram eða hafa minnstan sjarma. Önnur og jákvæðari dæmi eru ekki að velja sig sjálf inn í mengið, af því þeir stjórna því og við hugsum ekki um okkur sjálf þannig. Ég kalla mig nefnilega ekki ‘vók’, nema mögulega í einhverjum samtölum þar sem við förum vel yfir skilgreininguna. En í augum almennings er ég örugglega ein skýrasta birtingarmyndin, fjölmenningarsinnuð trans kona, Pírati, Star Trek nörd, femínisti, jafnréttissinni, einhver sem berst gegn loftslagsbreytingum. En ég er ekki fylgjandi skoðanakúgun, ég vil ekki banna fólki að hafa skoðanir eða tjá þær, þó ég vissulega áskilji mér rétt til að vera ósammála og tjá mig um það. Ef það er orðið skoðanakúgun að vera opinberlega ósammála skoðun sem er viðruð opinberlega, þá veit ég í alvöru ekki hvert við erum komin. Ég vil ekki troða mínum einkamálum ofan í kokið á fólki, en ég vil fá að vera ég, og ég vil að fólk sem er leitandi hafi aðgang að upplýsingum. Það er algjört höfuð atriði, ef við ætlum að eiga uppbyggilegt pólitískt samtal sem einhverju skilar, að við vitum hvað fólk er að reyna að segja við okkur. Ef kjósendur vilja senda senda pólitíkinni skilaboð um að þau séu komin með nóg af t.d. slaufunarmenningu, þau vilji frekar tala um verðbólgu og heilbrigðiskerfið en flóttafólk eða loftslagsmál, þá er það ekki gott ef skilaboðin sem fólk heyrir í staðinn er að þau séu á móti jafnrétti fyrir trans fólk eða eitthvað annað. Það skiptir máli bæði svo að þau sem eru kölluð ‘vók’ viti hverju sé verið að hafna, ef svo ber undir, en ekki síður til þess að þeir sem básúna sig sem ‘and-vók’ viti hvaða umboð almenningur vill sannarlega veita þeim, ef þeim er á annað borð veitt umboð. Staðreyndin er að það hentar þeim sem nota orðið um sína andstæðinga alveg ofboðslega vel að hafa þetta orð illa skilgreint, þannig er auðveldara að fá sem flest með á móti sér, hvort sem það eru andstæðingar slaufunar, kvenréttinda, loftslagsaðgerða, trans fólks, covid aðgerða, svarts fólks, fólks með fötlun, skoðanakúgunar eða bara hvers sem er sem þeim dettur í hug hverja stundina, án þess að þurfa að takast á við það innbyrðis nákvæmlega hvað það þýði. Þá varðar nefnilega ekki um það að merking orða sé skýr, en þeir vita að okkur hin varðar um það, og þau treysta á að við eyðum orku í að reyna að fá það á hreint meðan þeir hlæja. Svo ég hvet okkur öll til þess að hætta bara að nota þetta orð, það er ekki gagnlegt, það er verkfæri þeirra sem hafa hag af því að orðræðan sé ónákvæm og óskýr. Segjum skýrt hvað það er sem við erum fylgjandi og hvað það er sem fer í taugarnar á okkur. Leyfum ekki innfluttu menningarstríði að stjórna okkar samtali. Höfundur er stjórnmálakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Og þá meina ég orðið ‘vók’. Það er nefnilega fátt sem gerir uppbyggileg samskipti erfiðari en það þegar fólk skilur ekki orð á sama hátt. Eitt svæsnasta dæmið um slíkt orð á síðari árum er ‘vók’ (e. woke). Það er að mínu viti nýjasta tilraun harða hægrisins til þess að stjórna orðræðunni um sína andstæðinga. Ég veit að þeir bjuggu ekki orðið til, en þeir völdu það sérstaklega, eitt af af ótal orðum sem fólk notar, og gerðu það að aðal-merkimiðanum yfir alla andstæðinga sína, og létu upprunanlegu skilgreininguna gleymast. Fyrri tilraunir til slíkrar stjórnunar á því hvernig andstæðingar þeirra eru skilgreindir erlendis eru til dæmis ‘Political correctness’ (pólitísk rétthugsun), ‘social justice warrior’(réttlætisriddari) og á íslandi má nefna ‘góða fólkið’ og ‘latte-lepjandi lopatreflar’ Grunn vandamálið er að það er aldrei skilgreint nákvæmlega hvað ‘vók’ þýðir, það er mjög þægilegt fyrir þau sem nota það mest, þá geta sem flestir notað það eftir sínu höfði. Fyrir einhverjum sem eru á móti ‘vók’ þýðir það að þeim finnst réttindabarátta hinsegin fólks hafa gengið of langt, og sjá þetta á síðari árum sérstaklega sem andstöðu við trans fólk. Donald Trump og Elon Must eru gott dæmi um það. Fyrir öðrum snýst þetta meira um andstöðu við baráttu gegn loftslagsbreytingum, andstöðu við kvenréttindi eða femínisma, trúleysi, jafnvel borgarlínu hefur verið lýst af sumum sem ‘vók’. Ef ég geri hins vegar góða tilraun til að skilja rétt þau sem ganga þó lengst í að skilgreina það, í sinni andstöðu, má kannski lýsa því þannig að þau sjái ‘vók’ sem pólitískan rétttrúnað, innihaldslausa gervi-hugsjónamennsku og dygðaskreytingu, og sem einhvers konar hugmyndafræði skoðanakúgunar eða slaufunar, en ég kannast ekki við að nein af þeim sem eru iðulega orðuð við ‘vók’ið vilji skoðanakúgun. Málið er nefnilega að fólkið sem er kallað ‘vók’ kallar sig það ekki sjálft, nema mögulega á allra síðustu misserum í einhverjum mótþróa, til að endurheimta orðið. Ef ég reyni að skilja orðið frá mínum bæjardyrum, þá þýðir það bara að sýna fólki virðingu, kunna að meta fjölbreytileika, og vera vakandi fyrir óréttlæti og tilbúin til að berjast gegn því. Þetta er orð sem er einfaldlega valið af harðasta hægrinu erlendis til þess að lýsa okkur, af því það hjálpar þeim að lýsa okkur í sem neikvæðastri mynd, sem þeir stjórna. Við sem erum kölluð ‘vók’ veljum okkur það ekki sjálf, það eru andstæðingar okkar sem velja það, og af því þeir velja hver það eru sem eru holdgervingar ‘vóksins’ hverju sinni, þá geta þeir valið erfiðustu dæmin, frekasta fólkið, þau sem hafa verstan málstað, fara harðast fram eða hafa minnstan sjarma. Önnur og jákvæðari dæmi eru ekki að velja sig sjálf inn í mengið, af því þeir stjórna því og við hugsum ekki um okkur sjálf þannig. Ég kalla mig nefnilega ekki ‘vók’, nema mögulega í einhverjum samtölum þar sem við förum vel yfir skilgreininguna. En í augum almennings er ég örugglega ein skýrasta birtingarmyndin, fjölmenningarsinnuð trans kona, Pírati, Star Trek nörd, femínisti, jafnréttissinni, einhver sem berst gegn loftslagsbreytingum. En ég er ekki fylgjandi skoðanakúgun, ég vil ekki banna fólki að hafa skoðanir eða tjá þær, þó ég vissulega áskilji mér rétt til að vera ósammála og tjá mig um það. Ef það er orðið skoðanakúgun að vera opinberlega ósammála skoðun sem er viðruð opinberlega, þá veit ég í alvöru ekki hvert við erum komin. Ég vil ekki troða mínum einkamálum ofan í kokið á fólki, en ég vil fá að vera ég, og ég vil að fólk sem er leitandi hafi aðgang að upplýsingum. Það er algjört höfuð atriði, ef við ætlum að eiga uppbyggilegt pólitískt samtal sem einhverju skilar, að við vitum hvað fólk er að reyna að segja við okkur. Ef kjósendur vilja senda senda pólitíkinni skilaboð um að þau séu komin með nóg af t.d. slaufunarmenningu, þau vilji frekar tala um verðbólgu og heilbrigðiskerfið en flóttafólk eða loftslagsmál, þá er það ekki gott ef skilaboðin sem fólk heyrir í staðinn er að þau séu á móti jafnrétti fyrir trans fólk eða eitthvað annað. Það skiptir máli bæði svo að þau sem eru kölluð ‘vók’ viti hverju sé verið að hafna, ef svo ber undir, en ekki síður til þess að þeir sem básúna sig sem ‘and-vók’ viti hvaða umboð almenningur vill sannarlega veita þeim, ef þeim er á annað borð veitt umboð. Staðreyndin er að það hentar þeim sem nota orðið um sína andstæðinga alveg ofboðslega vel að hafa þetta orð illa skilgreint, þannig er auðveldara að fá sem flest með á móti sér, hvort sem það eru andstæðingar slaufunar, kvenréttinda, loftslagsaðgerða, trans fólks, covid aðgerða, svarts fólks, fólks með fötlun, skoðanakúgunar eða bara hvers sem er sem þeim dettur í hug hverja stundina, án þess að þurfa að takast á við það innbyrðis nákvæmlega hvað það þýði. Þá varðar nefnilega ekki um það að merking orða sé skýr, en þeir vita að okkur hin varðar um það, og þau treysta á að við eyðum orku í að reyna að fá það á hreint meðan þeir hlæja. Svo ég hvet okkur öll til þess að hætta bara að nota þetta orð, það er ekki gagnlegt, það er verkfæri þeirra sem hafa hag af því að orðræðan sé ónákvæm og óskýr. Segjum skýrt hvað það er sem við erum fylgjandi og hvað það er sem fer í taugarnar á okkur. Leyfum ekki innfluttu menningarstríði að stjórna okkar samtali. Höfundur er stjórnmálakona.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun