„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 21:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir upplýsingar liggja fyrir um að ólga og hiti sé í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael. Vísir/Anton Brink Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“ HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“
HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira