Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

„Við völdum okkur ekki and­stæðinga“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðskonum borist skila­boð og sagðar styðja Ísrael

Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn.

Handbolti
Fréttamynd

Skiptir úr sál­fræðinni í Duolingo

„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Geta í­þróttir bjargað manns­lífum?

Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki.

Skoðun
Fréttamynd

Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM

Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti fyrr í þessum mánuði en þessi snaggaralega handboltakona átti líka eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handbolta í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land keppir við Ísrael um sæti á HM

Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi.

Handbolti
Fréttamynd

„Fyrir mig var þetta gríðar­lega erfitt“

Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Rósa: Við náðum okkar helsta mark­miði

Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Elísa veik og ekki með

Elísa Elíasdóttir er lasin og verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum í dag. Landsliðsþjálfararnir gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland.

Handbolti
Fréttamynd

„Við sjáum mögu­leika þarna“

„Ég fór á mitt fyrsta stórmót fyrir 14 árum. Þetta hefur verið svolítil bið og loksins kom þetta,“ segir Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins um sigur á Úkraínu í fyrrakvöld. Nú er komið að næsta verkefni.

Handbolti