„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 21:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir upplýsingar liggja fyrir um að ólga og hiti sé í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael. Vísir/Anton Brink Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“ HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“
HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira