Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 2. apríl 2025 11:32 Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli. Áhrif samfélagsmiðla geta verið ógnvænleg, fyrir börn og fullorðna. Hinir fullorðnu þurfa að skoða eigin umgengni um miðlana. Það er ekki náttúrulögmál að Facebook sé miðlægt fyrir öll félagsleg samskipti. Heimildarmyndin Social Dilemma (2020) var viðvörun og nú bætist við bók Sarah Wynn-Williams, Careless People, um hugarfarið í stjórnun þessa stærsta samfélagsmiðils heims. Hagur fólks og réttlátt samfélag er ekki í fyrirrúmi, athygli og ánetjun er hin dýrmæta söluvara. Það er kominn tími til að ræða hvað við getum gert. Er til dæmis eðlilegt að reikningur á Facebook sé forsenda fyrir þátttöku í félagsstarfi á Íslandi? Er þörf á samfélagsmiðlum? Ef já, þá til hvers? Hver væri óskastaðan? Mér þykir ástæða til að birta kveðjuorð mín við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 2019. Þótt fimm ár séu liðin eru skilaboðin jafngild. Ég hef breytt nöfnum nemendanna. Kæru nemendur Stolt foreldra ykkar og ástvina, framtíð þjóðarinnar, óendanlegt dýrmæti! Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu máttug þið eruð? Hvert og eitt ykkar býr yfir miklum krafti til að hafa áhrif. Og ef nokkur ykkar tækju sig saman, gætuð þið breytt heiminum. Hin unga sænska stúlka, Greta Thunberg, er gott dæmi um það hvernig hægt er að breyta heiminum. Hvernig virkjum við kraftinn sem í okkur býr? Með því að verja reglulega tíma með okkur sjálfum. Því okkar innri rödd segir okkur hvað skiptir mestu máli. Gyrðir Elíasson fjallar í ljóði um mátt einverunnar: Hugleiðing Líklega er einmanaleikinn nokkuð góður kennari ef maður heldur það út að sitja í langdregnum tímunum hjá honum En hann mætti forfallast oftar mín vegna Það er svo magnað að bestu fáanlegar kennslustundir eru stundir sem við eyðum með okkur sjálfum. Best er að ganga eða dvelja úti í náttúrunni og hafa engin hljóð í eyrunum. Þá heyrum við eintal sálar okkar. Úr einverunni fáum við svör við því sem skiptir máli í lífinu. Verið dugleg að sækja kennslustundir hjá einmanaleikanum! En passið ykkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Sjálf hef ég lokað öllum reikningum á samfélagsmiðlum. Tók þátt í Facebook frá upphafi stofnaði reikning 2007 og hafði stofnað My space-reikning þar á undan. Þá var þetta spennandi, tákn um nýja tíma, saklaust. Síðan breyttist sýn mín á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst ískyggilegt að nokkrir einstaklingar úti í heimi, sem eiga þessa stóru samfélagsmiðla hafi upplýsingar í höndunum um okkur öll og séu sífellt að gera sálfræðitilraunir á okkur – að þeir noti bestu fáanlega þekkingu til stýra hegðun okkar – taki jafnvel þátt í að leiða okkur á villigötur. Og að við skulum af fúsum og frjálsum vilja leyfa þeim að nota okkur! Ég lokaði reikningum mínum þann 14. júlí fyrir ári síðan. Á degi frönsku byltingarinnar, degi sem er táknrænn fyrir lýðræðið sem við lifum í hér á Vesturlöndum og veitir okkur svo ótrúlegt frelsi. Facebook, Snapchat og Instagram verða ekki eilíf, ekki frekar en nokkuð annað á Jörðu hér. Allt er breytingum háð. En við getum sjálf haft ótrúlega mikil áhrif á að hlutir breytist hratt til hins betra. Er ekki þjóðráð að forrita nýjan samfélagsmiðil? Við gætum byrjað hér á Íslandi. Búið til nýjan miðil sem safnar hvorki né selur aðgang að persónuupplýsingum okkar? Sem nýtir ekki djúpsálfræði til að ginna okkur? Hvað segið þið, Agnes, Magnús og Pétur? Getið þið ekki rætt þetta við kennara ykkar og samnemendur í tölvunarfræðinni þegar þið komið upp í háskóla? Facebook varð til í háskólasamfélagi fyrir rúmum tíu árum. Það er vel hægt að endurtaka leikinn, en gæta þess að hanna heiðarlegan miðil sem ekki er búinn til í þeim tilgangi að stjórna hegðun okkar. Vörum okkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Hugsum sjálfstætt og hlustum á okkar innri rödd! Kæru nemendur! Góða ferð út í lífið. Megi blessun fylgja ykkur alla tíð! Höfundur er skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Símanotkun barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli. Áhrif samfélagsmiðla geta verið ógnvænleg, fyrir börn og fullorðna. Hinir fullorðnu þurfa að skoða eigin umgengni um miðlana. Það er ekki náttúrulögmál að Facebook sé miðlægt fyrir öll félagsleg samskipti. Heimildarmyndin Social Dilemma (2020) var viðvörun og nú bætist við bók Sarah Wynn-Williams, Careless People, um hugarfarið í stjórnun þessa stærsta samfélagsmiðils heims. Hagur fólks og réttlátt samfélag er ekki í fyrirrúmi, athygli og ánetjun er hin dýrmæta söluvara. Það er kominn tími til að ræða hvað við getum gert. Er til dæmis eðlilegt að reikningur á Facebook sé forsenda fyrir þátttöku í félagsstarfi á Íslandi? Er þörf á samfélagsmiðlum? Ef já, þá til hvers? Hver væri óskastaðan? Mér þykir ástæða til að birta kveðjuorð mín við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 2019. Þótt fimm ár séu liðin eru skilaboðin jafngild. Ég hef breytt nöfnum nemendanna. Kæru nemendur Stolt foreldra ykkar og ástvina, framtíð þjóðarinnar, óendanlegt dýrmæti! Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu máttug þið eruð? Hvert og eitt ykkar býr yfir miklum krafti til að hafa áhrif. Og ef nokkur ykkar tækju sig saman, gætuð þið breytt heiminum. Hin unga sænska stúlka, Greta Thunberg, er gott dæmi um það hvernig hægt er að breyta heiminum. Hvernig virkjum við kraftinn sem í okkur býr? Með því að verja reglulega tíma með okkur sjálfum. Því okkar innri rödd segir okkur hvað skiptir mestu máli. Gyrðir Elíasson fjallar í ljóði um mátt einverunnar: Hugleiðing Líklega er einmanaleikinn nokkuð góður kennari ef maður heldur það út að sitja í langdregnum tímunum hjá honum En hann mætti forfallast oftar mín vegna Það er svo magnað að bestu fáanlegar kennslustundir eru stundir sem við eyðum með okkur sjálfum. Best er að ganga eða dvelja úti í náttúrunni og hafa engin hljóð í eyrunum. Þá heyrum við eintal sálar okkar. Úr einverunni fáum við svör við því sem skiptir máli í lífinu. Verið dugleg að sækja kennslustundir hjá einmanaleikanum! En passið ykkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Sjálf hef ég lokað öllum reikningum á samfélagsmiðlum. Tók þátt í Facebook frá upphafi stofnaði reikning 2007 og hafði stofnað My space-reikning þar á undan. Þá var þetta spennandi, tákn um nýja tíma, saklaust. Síðan breyttist sýn mín á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst ískyggilegt að nokkrir einstaklingar úti í heimi, sem eiga þessa stóru samfélagsmiðla hafi upplýsingar í höndunum um okkur öll og séu sífellt að gera sálfræðitilraunir á okkur – að þeir noti bestu fáanlega þekkingu til stýra hegðun okkar – taki jafnvel þátt í að leiða okkur á villigötur. Og að við skulum af fúsum og frjálsum vilja leyfa þeim að nota okkur! Ég lokaði reikningum mínum þann 14. júlí fyrir ári síðan. Á degi frönsku byltingarinnar, degi sem er táknrænn fyrir lýðræðið sem við lifum í hér á Vesturlöndum og veitir okkur svo ótrúlegt frelsi. Facebook, Snapchat og Instagram verða ekki eilíf, ekki frekar en nokkuð annað á Jörðu hér. Allt er breytingum háð. En við getum sjálf haft ótrúlega mikil áhrif á að hlutir breytist hratt til hins betra. Er ekki þjóðráð að forrita nýjan samfélagsmiðil? Við gætum byrjað hér á Íslandi. Búið til nýjan miðil sem safnar hvorki né selur aðgang að persónuupplýsingum okkar? Sem nýtir ekki djúpsálfræði til að ginna okkur? Hvað segið þið, Agnes, Magnús og Pétur? Getið þið ekki rætt þetta við kennara ykkar og samnemendur í tölvunarfræðinni þegar þið komið upp í háskóla? Facebook varð til í háskólasamfélagi fyrir rúmum tíu árum. Það er vel hægt að endurtaka leikinn, en gæta þess að hanna heiðarlegan miðil sem ekki er búinn til í þeim tilgangi að stjórna hegðun okkar. Vörum okkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Hugsum sjálfstætt og hlustum á okkar innri rödd! Kæru nemendur! Góða ferð út í lífið. Megi blessun fylgja ykkur alla tíð! Höfundur er skólameistari.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun