Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. mars 2025 16:45 Valskonur fagna innilega í leikslok Vísir/Jón Gautur Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn, fyrst íslenskra liða, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Slóvakíska liðinu Iuventa Michalovce að Hlíðarenda í kvöld. Fyrir viku síðan tapaði Valur fyrri leiknum með tveimur mörkum ytra og var því undir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Var það því nokkuð ljóst fyrir leik kvöldsins að Iuventa Michalovce er hörku lið, en liðið fór alla leið í úrslitaleikinn í þessari sömu keppni í fyrra en laut þá í lægra haldi gegn spænska liðinu Elche. Valskonur settu í fimmta gír snemma leiks og komu sér strax í góða forystu. Gestirnir frá Slóvakíu voru þó skammt undan í byrjun leiks. Staðan var orðin 8-4 eftir þrettán mínútur og tóku þá gestirnir sitt fyrsta leikhlé, enda Valsliðið að leika á als oddi. Skömmu eftir leikhléið voru Valskonur orðnar tveimur leikmönnum færri vegna tveggja mínútna brottvísana og náðu gestirnir að minnka muninn niður í tvö mörk. Strax í kjölfarið var rauða spjaldið rifið á loft og var það leikmaður gestanna sem fékk það spjald, Olga Perederiy. Hljóp hún þá inn í hlaupaleið Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur sem var að fara inn úr hægra horninu. Skullu þær saman og lá Þórey Anna eftir kvalin. Hún var þó fljót að jafna sig og kom aftur inn á í næstu sókn. Elín Rósa Magnúsdóttir fékk óblíðar móttökur oftar en einu sinni í leiknumVísir/Jón Gautur Valsliðið hélt áfram að hamra heitt járnið eftir þetta og var staðan 14-8 á 24. mínútu þegar gestirnir tóku sitt annað leikhlé. Allt var að ganga upp hjá heimakonum, Hafdís Renötudóttir að verja vel og sóknarleikurinn vel smurður. Hafdís Renötudóttir fór á kostum í markinu og varði 19 skot, eða 50 prósentVísir/Jón Gautur Staðan í hálfleik var 17-10 og Valskonur á þeim tímapunkti með fimm marka forystu í einvíginu. Ef það er hægt, þá má segja að Valsliðið hafi fundið auka gír í upphafi síðari hálfleiks og spólaði hreinlega yfir gestina. Tíu marka munur var orðinn á liðunum þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum, 22-12, og því nokkuð ljóst að Valskonur væru að fara áfram. Í síðari hálfleiknum fóru tvö önnur rauð spjöld á loft og bæði á gestina. Var þá í tvígang rifið aftan í skothendina á Elínu Rósu Magnúsdóttur sem lág óvíg eftir í bæði skiptin. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum var helmingsmunur á liðunum, staðan 28-14. Valskonur hreinlega léku sér að því að labba í gegnum vörn gestanna sem voru algjörlega búnar að gefast upp. Leikurinn fjaraði svo út og brutust út mikil fagnaðarlæti á Hlíðarenda við lokaflautið. Valskonur fagna í leikslokVísir/Jón Gautur Atvik leiksins Á 45. mínútu skoraði Thea Imani Sturludóttir glæsilegt mark. Skot langt fyrir utan sem söng í netmöskvunum og risu allir á fætur í Valsheimilinu. Var þetta eitt af fjölmörgum eftirminnilegum atvikum leiksins í leik sem fer í sögubækurnar. Thea Imani Sturludóttir smellti sjö mörkum í níu tilraunumVísir/Jón Gautur Stjörnur og skúrkar Ekki annað hægt en að segja að Valur sé stjarnan. Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að þetta væri besta frammistaða liðsins í allan vetur og það sást. Markvarsla, varnarleikur, sóknarleikur, umgjörð og stuðningur, allt þetta var upp á tíu í kvöld og ekki nema von að gestirnir hafi orðið undir. Skúrkarnir voru þeir þrír leikmenn Iuventa Michalovce sem fengu rautt spjald í leiknum. Allt glórulaus og hreinlega hættuleg brot sem urðu þess valdandi að rauða spjaldið fór jafn oft á loft. Dómarar Dómarar leiksins voru Pólverjarnir Michal Fabryczny og Jakub Rawicki voru með allt á hreinu í dag. Þrjú rauð spjöld sem áttu öll rétt á sér og ekki mátti sjá að það hallaði á annað liðið hvað varðar dómgæslu. Stemning og umgjörð Til hamingju Valur! Ekkert lið á landinu er búið að fullkomna betur umgjörð í kringum íþróttakappleiki hér á landi en Valsmenn. Rúmum klukkutíma fyrir leik var fullt af fólki mætt á Hlíðarenda og var greinilegt að mikil spenna var í loftinu. Við þessar kringumstæður er ekkert skrítið að úrslitin hafi verið jafn afgerandi Valskonum í vil eins og raun bar vitni. Viðtöl EHF-bikarinn Valur
Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn, fyrst íslenskra liða, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Slóvakíska liðinu Iuventa Michalovce að Hlíðarenda í kvöld. Fyrir viku síðan tapaði Valur fyrri leiknum með tveimur mörkum ytra og var því undir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Var það því nokkuð ljóst fyrir leik kvöldsins að Iuventa Michalovce er hörku lið, en liðið fór alla leið í úrslitaleikinn í þessari sömu keppni í fyrra en laut þá í lægra haldi gegn spænska liðinu Elche. Valskonur settu í fimmta gír snemma leiks og komu sér strax í góða forystu. Gestirnir frá Slóvakíu voru þó skammt undan í byrjun leiks. Staðan var orðin 8-4 eftir þrettán mínútur og tóku þá gestirnir sitt fyrsta leikhlé, enda Valsliðið að leika á als oddi. Skömmu eftir leikhléið voru Valskonur orðnar tveimur leikmönnum færri vegna tveggja mínútna brottvísana og náðu gestirnir að minnka muninn niður í tvö mörk. Strax í kjölfarið var rauða spjaldið rifið á loft og var það leikmaður gestanna sem fékk það spjald, Olga Perederiy. Hljóp hún þá inn í hlaupaleið Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur sem var að fara inn úr hægra horninu. Skullu þær saman og lá Þórey Anna eftir kvalin. Hún var þó fljót að jafna sig og kom aftur inn á í næstu sókn. Elín Rósa Magnúsdóttir fékk óblíðar móttökur oftar en einu sinni í leiknumVísir/Jón Gautur Valsliðið hélt áfram að hamra heitt járnið eftir þetta og var staðan 14-8 á 24. mínútu þegar gestirnir tóku sitt annað leikhlé. Allt var að ganga upp hjá heimakonum, Hafdís Renötudóttir að verja vel og sóknarleikurinn vel smurður. Hafdís Renötudóttir fór á kostum í markinu og varði 19 skot, eða 50 prósentVísir/Jón Gautur Staðan í hálfleik var 17-10 og Valskonur á þeim tímapunkti með fimm marka forystu í einvíginu. Ef það er hægt, þá má segja að Valsliðið hafi fundið auka gír í upphafi síðari hálfleiks og spólaði hreinlega yfir gestina. Tíu marka munur var orðinn á liðunum þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum, 22-12, og því nokkuð ljóst að Valskonur væru að fara áfram. Í síðari hálfleiknum fóru tvö önnur rauð spjöld á loft og bæði á gestina. Var þá í tvígang rifið aftan í skothendina á Elínu Rósu Magnúsdóttur sem lág óvíg eftir í bæði skiptin. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum var helmingsmunur á liðunum, staðan 28-14. Valskonur hreinlega léku sér að því að labba í gegnum vörn gestanna sem voru algjörlega búnar að gefast upp. Leikurinn fjaraði svo út og brutust út mikil fagnaðarlæti á Hlíðarenda við lokaflautið. Valskonur fagna í leikslokVísir/Jón Gautur Atvik leiksins Á 45. mínútu skoraði Thea Imani Sturludóttir glæsilegt mark. Skot langt fyrir utan sem söng í netmöskvunum og risu allir á fætur í Valsheimilinu. Var þetta eitt af fjölmörgum eftirminnilegum atvikum leiksins í leik sem fer í sögubækurnar. Thea Imani Sturludóttir smellti sjö mörkum í níu tilraunumVísir/Jón Gautur Stjörnur og skúrkar Ekki annað hægt en að segja að Valur sé stjarnan. Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að þetta væri besta frammistaða liðsins í allan vetur og það sást. Markvarsla, varnarleikur, sóknarleikur, umgjörð og stuðningur, allt þetta var upp á tíu í kvöld og ekki nema von að gestirnir hafi orðið undir. Skúrkarnir voru þeir þrír leikmenn Iuventa Michalovce sem fengu rautt spjald í leiknum. Allt glórulaus og hreinlega hættuleg brot sem urðu þess valdandi að rauða spjaldið fór jafn oft á loft. Dómarar Dómarar leiksins voru Pólverjarnir Michal Fabryczny og Jakub Rawicki voru með allt á hreinu í dag. Þrjú rauð spjöld sem áttu öll rétt á sér og ekki mátti sjá að það hallaði á annað liðið hvað varðar dómgæslu. Stemning og umgjörð Til hamingju Valur! Ekkert lið á landinu er búið að fullkomna betur umgjörð í kringum íþróttakappleiki hér á landi en Valsmenn. Rúmum klukkutíma fyrir leik var fullt af fólki mætt á Hlíðarenda og var greinilegt að mikil spenna var í loftinu. Við þessar kringumstæður er ekkert skrítið að úrslitin hafi verið jafn afgerandi Valskonum í vil eins og raun bar vitni. Viðtöl
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða